Íslenska landsliðið er á leiðinni heim. Eftir einstaka frammistöðu og skemmtun koma strákarnir heim. Þeim tókst að gera ótrúlega hluti og er sumt nokkuð sem þeir vonandi átta sig á – og aðrir einnig – að var gert af með þátttöku sinni á HM.
Fágun og prúðmennska var slík að eftir var tekið af heimspressunni. Kappsamir og algjörlega á jörðinni fóru þeir á stærsta viðburð í heimi. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tókst að sigra heiminn með þeim hætti að allt er mögulegt.
En hvað gerðu þeir fleira?
Liðið ásamt KSÍ hefur þegar hafið einu mestu landkynningu sem hægt er að fá. Við höfðum „Eyjafjallajökulgosið“ sem gott dæmi um áhrif til ferðamanna að ferðast til Íslands. Við erum enn að uppskera þá athygli, ef hægt er segja svo. Allt snérist okkur í hag og aukning ferðaþjónustunnar var slík að hún er einstök enn í dag. Landsliðið hefur skrifað annan kafla sem mun nýtast okkur alla tíð.
En það sem stendur uppúr að mínu mati eru þessi atriði;
Þjóðin sameinaðist og var óhrædd að sýna íslenska fánann og nota hann. Hvert sem litið var var búið að stilla upp íslenska fánanum. Við notuðum fánann okkar sýndum stolt okkar að vera íslendingar. Við tókum þátt og við sameinuðumst, við sungum og glöddumst saman.
Annað dæmi um áhrif landsliðsins er sú mikla fyrirmynd sem þeir eru fyrir ungt fólk og við höfum nú kynslóð sem man eftir fyrstu þátttöku íslenska landsliðsins á stærstu mótum heims. Við eigum minningar sem alltaf munu lifa. Þessi árangur mun aldrei gleymast!
Að lokum þá tel ég að við sem þjóð hafi þurft þessa þjóðkennd og að upplifa þennan ákveðna sigur liðsins sem tókst að gera einstaka hluti og góðan árangur. Því miður er þessi þjóðkennd oft barin niður og afbökuð. Um allt Ísland sameinuðumst við, út um allan heim komu íslendingar saman og við sigruðum – á okkar hátt!
Ég hlakka til að sjá árangur íslenskra íþróttamanna enn frekar. Landslið kvenna í knattspyrnu hefur sýnt einstakan árangur og það verður gaman að fylgjast með þeim. Sama á við landslið í handbolta sem einnig hefur komist í að vera með því besta í heimi. Þessi árangur íþróttamanna sýnir að við eigum að bæta enn frekar í að efla þátttöku og iðkun á íþróttum.
Okkur tekst það sem við ætlum okkur – sem þjóð – sem landsliðið Ísland – áfram við!
Takk!
Rita ummæli