Fimmtudagur 06.09.2018 - 17:33 - Rita ummæli

Á MEÐAN LÖMBIN SOFA – SÓKN SÓSÍALISTA!

Gunnar Smári Egilsson talsmaður Sósíalistaflokksins kann að skapa sér góða vinnu. Hann fór trylltan dans með 2007 liðinu hér fyrir einhverjum árum, ætlaði svo að stýra álfasölu og góðgerðarsamtökum, en er nú komin í eitt mesta plott stjórnmála, því svona eldflaug eins og Gunnar Smári deyr ekki ráðalaus. Hann ætlar sér að þurrka út heila ríkisstjórn, lama stóra stjórnmálaflokka, og þar af þurrka nánast út tvo af þeim. Reyndar mun honum takast að laska alla verulega. Gunnar Smári segist ekki þurfa nema 20% til að ná árangri – þar er sóknin hans.

Til verksins hefur Gunnar Smári bróðir sinn, málglaðan berservís, Sigurjón M. Egilsson sem m.a. ritstýrir miðlægu-kaffistofuspjalli á netinu. Þetta eru hörkuduglegir bræður – í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir hafa einnig komið sér fyrir á útvarpsstöð og undirbúa plottið afar vel. Þeir komu verkalýðsforingja til valda með því að smala í kosningu, og þeir fóru meira að segja inn í hóp yfirlýstra einstaklinga og samtaka sem berjast gegn fátækt og rifu það fólk með sér í limbó sem skilaði þeim það góðum árangri að Framsókn þurrkaðist út í Reykjavík og inn kom nýr flokkur hans sem talar – öðruvísi.

Borgarstjórnarkosningarnar í vor var general prufan á því hvort plottið tekst, og að öllum líkindum mun það takast!

Gunnar Smári og hans fólk hefur blásið til sóknar með verkalýðshreyfingunni og foringjum þeirra, enda þarf sá nýjasti að launa greiðann. Þeir ala á reiðinni og maklegum málagjöldum í næstu kjarasamningum.

Samkvæmt öllu er þessi áætlun ekki fjarri lagi: ASÍ verður hernumið af foringjum verkalýðsins sem tala mannamál og ítrekað bent á afnám verðtryggingar, réttlæti, mismunun í samfélaginu og augljósa stéttarskiptingu. Eftir áramót mun ríkisstjórn Íslands verða ýtt til hliðar fyrir Sósíalista sem markvisst taka hárrétta taktík á því sem skiptir mestu máli – laun og kjör – leið til betra samfélags með réttlæti. Gunnar Smári og hans fólk munu laska og lama núverandi stjórnmálaflokka svo mikið að þeir munu finna fyrir því. Með þéttri fundarherferð um allt land, með þátttöku verkalýðshreyfingarinnar, trúnaðarmanna þeirra og hins almenna kjósanda sem tekst á við brjálaða háa húsaleigu sem skilar fjölskyldum út í tjöld og hreisi, með endalausar áhyggjur af því að endar nái saman, þannig hefur Gunnar Smári lesið stöðuna – eins og hann gerði í partýinu 2007 og menn trúðu því að þeir gætu valtað yfir danskan dagblaðamarkað og mikið fé var sett í háfleigar hugmyndir sem hrundu svo eins og spilaborg. En núna hefur Gunnar Smári vandað sig. Hann telur sig hafa lært af mistökum sínum.

Næsta ríkisstjórn Íslands verður mynduð eftir áramót þegar VG klippir á samstarfið vegna innanflokksdeilu grasrótarinnar og ótta um að þurrkast út – missa völdin, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn boðar róttækar breytingar og formaður flokksins stígur til hliðar og nýr armur flokksins tekur við. Framsókn mun í ofboði reyna annað útspil og skiptir um annan formann og ætlar að prófa ný jakkaföt. Ásmundur Einar Daðason verður sá aðili ásamt sýnum fylgismönnum sem létu núverandi formann um höggið fyrir Framsókn. Miðflokkurinn fær kannski að vera með í nýrri ríkisstjórn en ekki fyrr en formaður flokksins breytir um taktík. Samfylkingin mun sundrast því innri átök um forystulega röðun smákónga innan hennar raða mun eyðast upp í árás sósíalista. Eftir sitja Píratar sem eru í forystukreppu eftir að Birgitta fyrrum kafteinn þeirra gaf frat í fólkið sitt.

Eftir allt þetta mun Gunnar Smári sitja sáttur með fínasta jobb. Bróðir hans þarf aldrei að fara á sjóinn aftur og Sósíalistaflokkurinn mun verða mesti populismi í sögu stjórnmála. Á meðan þetta fer fram, og er í raun þegar hafið og fyrir löngu skipulagt, sofa lömbin værum svefni og vakna svo í kuldanepju á nýju ári – þegar þeim verður slátrað!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar