Sunnudagur 14.10.2018 - 10:50 - Rita ummæli

ER VIGDÍSI UM AÐ KENNA?

Braggamálið tekur nú nýja stefnu hjá meirihluta borgarstjórnar. Oddviti Pírata kennir Vigdísi Hauksdóttur um að skemma partýið í ráðhúsinu. Það er Vigdísi að kenna að upplýsa eitt mesta sukk sem borgarstjóri er ábyrgur fyrir. Píratar eru grautfúlir því þeir eru meðsekir fyrir vitleysuna og að leyft þessu máli að fara svo langt eins og er enn að koma í ljós.
Ljósglætan er að Viðreisn lýst ekkert á blikuna og vita að þeim er kennt um sóðaskap í veislunni sem þeim var boðið í. Sá sem rústaði veislunni er flúinn og lætur aðra gesti sjá um að ganga frá.
Braggamálið er ekki Vigdísi að kenna. Hún er kjörinn fulltrúi borgarbúa og ber að hafa aðhald og vinna fyrir borgarbúa – og það gerir hún.
Ef þetta mál hefði ekki komið á yfirborðið væru borgarbúar ekki með eina einustu vitneskju um það að borgarstjóri er ábyrgur fyrir því að gamall braggi var gerður upp og það að kostnaðaráætlun við þá vinnu fer svo langt fram úr áætlun að ekki bara kjörnum fulltrúum borgarráðs gjörsamlega blöskrar, heldur eru borgarbúar orðlausir yfir málinu.

Líklegt er að Braggamálið sé eitt af mörgum hjá borgarstjóra sem hefur farið langt yfir skynsamlega kostnaðaráætlun því við höfum séð nokkur gæluverkefni borgarstjóra og hans fólks spretta upp og engu er til sparað – flest allt í 101 Reykjavík. Á meðan er ekki einu sinni hægt að hafa gjaldfrjálsar skólamáltíðir í skólum borgarinnar fyrir börnin, vinnueftirlitið leggur dagsektir vegna vanrækslu, húsnæðismál eru enn í ólestri, og sumir skólar þurfa verulegt viðhald og endurnýjun tækja og annarra nauðsynja sem börn nota dagsdaglega.

Innri endurskoðun borgarinnar hefur örugglega að geyma gott fólk sem kann til verka, en skynsamlegt er að fá óháða aðila til að rannsaka þetta mál – og önnur, þar sem grunsamlega mikið er m.a. að sjá sömu verkfræðistofuna vinna sérverk borgarstjóra og fá tugi milljóna fyrir – úr sjóði borgarbúa. Um það snýst málið, en ekki það að um Vigdís Hauksdóttur sé að kenna. Vigdís er einfaldlega að vinna vinnuna sína með ábyrgð!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar