Það er ákaflega góð minning er ég hitti þennan merkilega mann fyrst fyrir tveimur árum.
„Það hefur bjargað minni tilveru að vera upptekinn. Upptekin í lífinu og þessum dellum sem ég fengið eins og þetta með fána, tölur og íslenska málfræði,“ segir Reynir Pétur en hann hefur búið á Sólheimum í yfir sextíu ár. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann í Kamp Knox og flutti svo á Sólheima þar sem hann býr ásamt Henný eiginkonu sinni.
Reynir Pétur er hugsjónarmaður sem virkilega er gaman að tala við og hefur einstaka og nægjulega sýn á heiminn. Sú sýn sem hann hefur og er á Sólheimum í Grimsnesi, ætti að vera eftirbreytni fyrir okkur öll en þar leynist tilvera sambúðar einstaklinga sem er fyrirmynd af samfélagi sem ég vil búa og lifa í.
Þar er nægjusemin lífsskoðun og vinnusemin til samfélagsins dyggð. Á Sólheimum byggist allt upp með samkennd og tillitssemi, kærleika og vináttu. Þar eru allir vinir og illmælgi á hvergi þar heima.
Já, í raunverulegu og lifanda lífi tilveru dagsins er til svona líf, líf sem ætti – og gæti verið eftirbreytni fyrir okkur öll.
Mér þykir óendanlega vænt um Sólheima í Grímsnesi. Ég sendi bestu jólakveðjur til allra þar.
Rita ummæli