Þriðjudagur 04.12.2018 - 09:52 - Rita ummæli

SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI – SAMFÉLAG TIL EFTIRBREYTNI

Það er ákaflega góð minning er ég hitti þennan merkilega mann fyrst fyrir tveimur árum.
„Það hefur bjargað minni tilveru að vera upptekinn. Upptekin í lífinu og þessum dellum sem ég fengið eins og þetta með fána, tölur og íslenska málfræði,“ segir Reynir Pétur en hann hefur búið á Sólheimum í yfir sextíu ár. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hann í Kamp Knox og flutti svo á Sólheima þar sem hann býr ásamt Henný eiginkonu sinni.

Reynir Pétur er hugsjónarmaður sem virkilega er gaman að tala við og hefur einstaka og nægjulega sýn á heiminn. Sú sýn sem hann hefur og er á Sólheimum í Grimsnesi, ætti að vera eftirbreytni fyrir okkur öll en þar leynist tilvera sambúðar einstaklinga sem er fyrirmynd af samfélagi sem ég vil búa og lifa í.

Þar er nægjusemin lífsskoðun og vinnusemin til samfélagsins dyggð. Á Sólheimum byggist allt upp með samkennd og tillitssemi, kærleika og vináttu. Þar eru allir vinir og illmælgi á hvergi þar heima.
Já, í raunverulegu og lifanda lífi tilveru dagsins er til svona líf, líf sem ætti – og gæti verið eftirbreytni fyrir okkur öll.

Mér þykir óendanlega vænt um Sólheima í Grímsnesi. Ég sendi bestu jólakveðjur til allra þar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar