Föstudagur 07.12.2018 - 20:19 - Rita ummæli

JÓLIN MEÐ ÓKUNNUGUM

Nokkur aðfangadagskvöld hef ég fengið þann heiður að geta hjálpað til við hátíðarhald hjá Hjálpræðishernum. Það er gert með ýmsum hætti. Ég hef farið í uppvaskið, skorið niður kjötið, þjónað til borðs, og síðast og ekki síst – verið til staðar fyrir allt það fólk sem kemur. Eru þetta fallegustu minningar mínar um aðfangadagskvöld. Margir hafa haft áhyggjur af mér að vera „einn“ um jólin en þetta kvöld er einstakt og best að nýta það í það ítrasta. Fyrir mig er það heiður að fá að þjóna þetta mikla kvöld í lífi kristinna manna. Jólin eru einstök hjá hernum.

Ég hvet þá sem geta að horfa á þennan þátt jólanna. Jafnan um jólin vantar sjálfboðaliða víða og einnig hjá Hjálpræðishernum.

Önnur hjálparsamtök hafa nóg að gera um jólin og ég veit að það verður mikið að gera hjá Mæðrastyrksnefnd fyrir þessi jól enda jólaúthlutun alltaf stór. Það er gott að muna eftir þessum aðilum og sérstaklega um jólin.

Allir eiga að fá gleðileg jól. Gerðu þitt til að svo verði!

„Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.“
– Matteusarguðspjall 25 kafli, vers 35-37.

Á myndinni erum við Hjördís Kristinsdóttir frá Hjálpræðishernum. Myndin er tekin á aðfangadag árið 2016.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sjö? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar