Föstudagur 28.12.2018 - 10:56 - Rita ummæli

ALLT NEMA ANDLITIÐ – LÍFFÆRAGJÖF

Fyrir mörgum árum áskotnaðist mér lítill bæklingur sem í var skírteini sem á stóð; „Organ donation.“ Ég ritaði undirskrift mína og merkti við að ég vil verða líffæragjafi komi það til, að ljóst sé með raunverulegum hætti að ég sé í þannig ástandi að ekki er undan því komist að ég muni deyja, eða að ég látist og ekki sé hægt að bjarga mér til lífs og því verði ég gjafi með líffærum mínum tafarlaust.

Á þennan miða skrifaði ég að ég vildi gefa allt nema andlit. Nokkrir vissu af þessari beiðni minni og töldu margir mig skrítin að setja þessa ósk fram – hver fer að óska eftir andliti og hvenær verður andlit grætt á manneskju? Á þeim tíma, sem ég setti þetta fram, hafa nokkrir læknar eflaust verið að athuga þennan möguleika til læknavísindanna og þróunar til líffæragjafa, en vinir mínir töldu það fráleitt þá. Í dag hafa nokkrar manneskjur um heiminn farið í andlitságræðslu.

Ég tel að þetta skref okkar á Íslandi sé mikilvægt og við verðum að treysta læknum til að meta hárrétta stöðuna þegar tilfellin koma upp. Ég treysti Runólfi Pálssyni yfirlækni algjörlega og hvet fólk til að hugsa þetta og horfa á með jákvæðum hætti.

Að lokum; Ég á móður sem er nýrnasjúk og þarf í vél annan hvern dag. Í mörg ár hefur mamma barist við þessi veikindi. Hún er þreytt og biðin er löng eftir því að fá nýtt nýra. Mamma mun líklega þurfa að bíða lengur. Það er nefnilega merkilegt að vera hinumegin við þessa stöðu og sjá hversu mikilvægt það er að vera líffæragjafi og vita það að við getum mögulega lengt líf margra aðila með gjöf.

Undir það kvitta ég og vil geta hjálpað „síðasta sprettinn“ sé það hægt…allt nema andlit!

Nánar hér

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar