Færslur fyrir júní, 2016

Fimmtudagur 23.06 2016 - 19:34

Grátið á EM

Eitthvert stærsta stund í íslenskri íþróttasögu rann upp í París í gær þegar Íslendingar komust í 16 liða úrslit á EM  karla í fótbolta.  Það var ótrúlegt að sjá 12000 Íslendinga standa saman á leiknum og hvetja liðið til dáða.  Það hlýtur að vera heimsmet í þáttöku miðað við höfðatölu.  Að leik loknum faðmaðist fólk, […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 21:29

Óþolandi launamunur kynjanna

Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld færist launamunur kynjanna í aukanna hér á landi. Við þessu verður að bregðast strax. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn lýsti í fréttum sjónvarpsins aðferðum sem Reykjavíkurborg beitir til að jafn launamuninn og þar hefur vel tekist til. Það hlýtur að vera skýr krafa kjósenda að tekið verði á þessu […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 19:25

Boðflennur í eigin afmæli

Mér finnst algerlega út í hött að fólki sé haldið frá hátíðahöldunum á Austurvelli með grindverki lögreglunnar. Þetta er hátíð þjóðarinnar en ekki fyrirmenna og erlendra sendimanna. Þetta er hátíðlegasti hluti þjóðhátíðarinnar að mínu mati, þ.e. athöfnin fyrir hádegi á Austurvelli og svo athöfnin í Hólavallakirkjugarði við leiði Jóns Sigurðsson.  Margir hafa það fyrir fastan […]

Fimmtudagur 09.06 2016 - 17:32

Hvar eru almannahagsmunir?

Dómur Hæstaréttar um að loka beri NA-SV braut Reykjavíkurflugvallar er gríðarleg vonbrigði fyrir mig sem stjórnmálamann, og nefndarmann í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, sem barist hefur fyrir því að flugvöllurinn fái að vera áfram í Vatnsmýrinni og hann megi nýta að fullu með öryggishagsmuni borgaranna að leiðarljósi, s.s. í sjúkraflugi. En hver ber ábyrgð?  Minn […]

Miðvikudagur 08.06 2016 - 19:10

Hvar eru konurnar?

Fyrsti fundur í Þjóðhagsráði var í dag. ASÍ og BSRB komu ekki að stofnun ráðsins sem er synd, en vonandi koma þeir inn í ráðið. Þjóðhagsráð er stofnað í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í maí í fyrra. Yfirlýsingin var gefin út til að greiða fyrir gerð kjarasamninga.  En myndin af ný skipaða þjóðhagsráði […]

Sunnudagur 05.06 2016 - 20:54

Spennandi tímar framundan

Fréttatilkynning Seltjarnarnesi 5. júní 2016   Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í prófkjöri í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningarnar sem fram fara í haust. Prófkjör Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi fer fram í lok ágúst eða byrjun september. Ég var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminum árið 2013 […]

Föstudagur 03.06 2016 - 12:10

Vel gert Alþingi!

Í gærkvöldi samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sem ég var fyrsti flutningsmaður að um aðgerðir/rannsóknir til að sporna við súrnun sjávar. Ég er afar ánægð með það. Því miður er kaldi sjórinn hér í Norðurhöfum að súrna hratt vegna loftslagsbreytinga með ófyrirsjánlegum afleiðingum á lífríkið og um leið mikilvægustu auðlind okkar þjóða- fiskinn í sjónum. Hér er […]

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur