Færslur fyrir maí, 2013

Föstudagur 31.05 2013 - 17:00

3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni

  Þriðja ástæðan til þess að uppræta feminisma er sú að feminismi breiðir út hálfsannleika, ýkjur og lygar. Ef ýkjur og rangfærslur eru taldar þjóna málstaðnum þá er það bara talin fín aðferð. Nýjasta dæmið sem ég hef séð um einmitt þessa tækni er þessi færsla. Tökum sem dæmi ástæðu nr. 6. Hér er fullyrt […]

Föstudagur 31.05 2013 - 09:00

2. Grundvöllur feminismans er lygi

Önnur ástæða til að uppræta feminisma er sú að feminismi er hugmyndafræði sem grundvallast beinlínis á lygi. Lyginni um feðraveldið. Og nei, feministar taka ekki bara svona til orða, þeir boða í alvöru þá ranghugmynd að lítill munur sé á aðstæðum kvenna í forhertustu harðstjórnarríkjum og á Íslandi. Til eru samfélög þar sem alvöru feðraveldi […]

Fimmtudagur 30.05 2013 - 18:22

1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti

Og nú er ég búin að lesa fullt af fréttum sem skipta máli og get haldið áfram þar sem frá var horfið. Fyrsta og augljósasta ástæðan fyrir því að við ættum að uppræta feminisma er sú að við höfum ekkert með hann að gera. Ekki frekar en við höfum neitt með það að gera að […]

Fimmtudagur 30.05 2013 - 15:02

33 ástæður til að uppræta feminisma

Ég er með ofnæmi fyrir tvennu, feminisma og tóbaksreyk. Ég fékk skyndilegt ofnæmi fyrir reyk á aldamótaballinu á Egilsstöðum, lenti í andnauð og varð beinlínis hrædd. Í dag er ég svo viðkvæm fyrir reyk að ég finn tóbakslykt úr mikilli fjarlægð. Stundum finn ég reykjarlykt þótt enginn sé að reykja, sérstaklega ef ég er stressuð […]

Miðvikudagur 29.05 2013 - 00:32

Þessvegna voru Króatarnir sendir burt

Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“.  Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“. Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð […]

Þriðjudagur 28.05 2013 - 15:38

Eiga þingmenn rétt á nærgætni?

  Í umræðunni um umræðuna er orðið einelti notað af óhóflegu örlæti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagðist fyrir nokkrum vikum hafa verið lagður í einelti á borgarafundi þegar fundargestur sýndi honum ókurteisi og nú skilgreinir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir það sem einelti þegar margir gera grín að Vigdísi Hauksdóttur og Jóni Bjarnassyni. Þessi umræða er löngu komin út […]

Sunnudagur 26.05 2013 - 16:19

Að gefa ríkisstjórninni séns

Nokkur dæmi um markmið nýrrar ríkisstjórnar Ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hefur sett sér metnaðarfull markmið. Hún ætlar m.a: …að vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar.  Samtímis ætlar hún að auka veg landbúnaðar þrátt fyrir að ofbeit sé ein helsta orsök jarðvegseyðingar og …stuðla að […]

Föstudagur 24.05 2013 - 18:23

Þetta snýst ekki bara um Láru Hönnu

Því miður ríkir lítill metnaður gagnvart málfari og ritstíl á íslenskum fjölmiðlum og daglega birta íslenskir netmiðlar erlendar fréttir og greinar sem eru svo illa þýddar að maður fer hjá sér af skömm yfir því að verða vitni að öðru eins.  Hér eru nokkur nýleg dæmi.   Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield […]

Miðvikudagur 22.05 2013 - 09:42

Pyntingaklefar

____________________________________________________________________________________ Eitt af því sem við skoðuðum í Úganda var dýflissan þar sem Idi Amin lét þá sem hann taldi til fjandmanna sinna rotna í hel í bókstaflegri merkingu.  Forsetahöllin, Mengo-höllin eins og hún er kölluð eftir hæðinni þar sem hún stendur, er frekar nútímaleg bygging. Höllin sjálf er lokuð ferðamönnum en hægt er að skoða […]

Mánudagur 20.05 2013 - 10:29

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

  Lára Hanna Einarsdóttir lýsir eftir orði yfir þá hegðun:   að segja upp verksamningi við 57 ára gamlan starfsmann eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara – með einum tölvupósti.   Mér koma ýmis orð í hug en flest þeirra væri óviðeigandi að birta á opinberum vettvangi.  Ég finn ekki netföng starfsmanna á […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics