Færslur fyrir nóvember, 2013

Laugardagur 30.11 2013 - 15:33

Svínshausarasismi

Nei elskurnar, það á ekki að refsa fólki fyrir að vera fífl. Í fyrsta lagi eru rökin fyrir ritskoðun og annarri skerðingu tjáningarfrelsis alltaf þau að uppræta þurfi hættuleg viðhorf eða koma í veg fyrir að þau nái fótfestu. Í okkar samfélagi vilja góðir menn þagga niður í þeim sem hatast við samkynhneigð. Í mörgum […]

Miðvikudagur 27.11 2013 - 17:33

Vítisengill með áfallastreituröskun

  Einar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Við lestur […]

Mánudagur 25.11 2013 - 12:07

Hólmsteinn, lækin og feministarnir

Kæri Hannes Hólmsteinn Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem öfgasinnaðir kapítalistar pilsfaldakapítalistar boða. Það er algengt að fólk yfirfæri óbeit sína á […]

Sunnudagur 24.11 2013 - 22:09

Grimmdin, heimskan og fimmstjörnu hótelin

Umræðan um mál stúlknanna sem sitja í fangelsi í Tékklandi fyrir kókaínsmygl gerir mig bæði sorgmædda og reiða. Eins og venjulega þegar málefni fanga ber á góma er ógeðið í umræðunni yfirþyrmandi. Það hlakkar beinlínis í sumum þeirra sem tjá sig um málið og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir illgirnina heldur freta henni […]

Föstudagur 22.11 2013 - 18:01

Andfélagslegt yfirvald

Svona á að gera þetta! Ekkert að vera að eyða tímanum í að ræða við dauðadrukkið fólk heldur hóta því strax frelsissviptingu og ofbeldi. Já og þegar hálfrænulaus manneskja gónir í forundran á lögguna, skal umsvifalaust túlka gónið sem „ögrandi augnaráð“ og hefja forvirkar refsiaðgerðir hið snarasta. Það ku aukinheldur virka einkar vel á almenna […]

Fimmtudagur 21.11 2013 - 14:02

Hanna Birna verður að segja af sér

Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fréttir af máli hælisleitandans Tony Omos frá Nígeríu. Komið hefur fram að samkvæmt trúnaðargögnum sem starfsmaður Innanríkisráðuneytisins lak í fjölmiðla hafi Útlendingastofnun vísað manninum úr landi þrátt fyrir að hann sé grunaður um aðild að mansali. Mansal er glæpur sem einn og sér varðar 12 ára fangelsi og verður að […]

Þriðjudagur 19.11 2013 - 12:46

Hvað hefði Jesús gert, Hanna Birna?

Kærleiksblómið sem gegnir embætti innanríkisráðherra vill koma kristniboðskap inn í skólana aftur. Daginn eftir að þær fréttir bárust sagði DV frá enn einu mannréttindabrotinu af hálfu Útlendingastofnunar. Flóttamenn eru fólk sem á raunverulegri ögurstund neyddist til að flýja heimaslóðir sínar og margir þeirra eiga ekki afturkvæmt þangað. Ég þekki ekki sögu Tonys en ég veit […]

Mánudagur 18.11 2013 - 14:17

Ögurstund Hönnu Birnu

Á ögurstundum í lífi þjóðar getur varla verið forgangsmál að forða börnum frá boðskap um rökhyggju og réttlæti. Þessvegna ættum við að fá einhvern valinkunnan trúleysingja  til að fara í barnaskóla og segja börnunum frá hugmyndum Richards Dawkins  um Gvuð. Er það ekki Hanna Birna? Hvernig þætti þeim sem telja trúarinnrætingu í barnaskólum boðlega ef […]

Sunnudagur 17.11 2013 - 15:35

Eignarhaldið á píkunni

Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Tilgangur þeirra aðgerða sem lýtalæknar fremja getur verið læknisfræðilegur, t.d. ef slöpp húð myndar fellingar sem eykur hættu á sveppasýkingum og húðsjúkdómum, en oftast er markmiðið að […]

Miðvikudagur 13.11 2013 - 16:28

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

Ég er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics