Færslur fyrir október, 2012

Miðvikudagur 31.10 2012 - 16:34

Frjálshyggjan breytist í hippahreyfingu

Róttækir frjálshyggjumenn hafa verið í tilvistarkreppu eftir hrun. Allir sjá að frjálshyggjan leiddi ekki bara Íslendinga út í stærsta hrun sögunnar heldur gat hún einnig af sér hina alþjóðlegu fjármálakreppu. Gamla frjálshyggjan sem Milton litli Friedman, Friðrik von Hayek og frú Margrét Thatcher kenndu Hannesi og strákunum í Eimreiðinni gengur ekki lengur. Almenningur vill ekki […]

Laugardagur 27.10 2012 - 23:17

Íslendingar eru ein skuldugasta þjóð heims

Um daginn sýndi ég skuldaþróunina á Íslandi, Írlandi og í Grikklandi. Í dag sýni ég skuldabyrði íslenska ríkisins (ríki og sveitarfélög) í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkin árið 2011. Síðan skoðum við skuldir heimila og fyrirtækja í nokkrum löndum, í seinni huta greinarinnar. Fyrst eru hér skuldir hins opinbera, sem % af landsframleiðslu. […]

Laugardagur 27.10 2012 - 13:18

Marxisti í gær – kapítalisti í dag!

Umræðan á Íslandi er ekki alltaf vönduð. Ef birtar eru staðreyndir sem eru óþægilegar, þá er gjarnan hjólað í manninn frekar en efnisatriði. Reynt er að sverta persónuna eða stimpla hana á neikvæðan hátt. Ég hef ekki farið varhluta af þessu í gegnum tíðina – jafnvel þó ég hafi stundum það eitt til saka unnið […]

Föstudagur 26.10 2012 - 10:56

Lífsgæði nútímaþjóða – erindi í dag

Í dag líta félagsvísindamenn við Háskóla Íslands í þjóðarspegilinn. Það er eins konar uppskeruhátíð rannsóknarstarfsins á síðasta ári. Margir starfsmenn flytja erindi un nýleg verk sín. Ég mun fjalla um samanburð á lífsgæðum 29 nútímaþjóða á Lögbergi, stofu 103, kl. 13. Þar geri ég grein fyrir nýlegum gagnabanka um lífsgæði þjóða sem byggir á 69 […]

Miðvikudagur 24.10 2012 - 21:28

Skuldir Íslendinga, Grikkja og Íra

Það er fróðlegt að bera saman skuldaþróunina hjá okkur Íslendingum og tveimur öðrum kreppuþjóðum: Grikkjum og Írum. Fyrri myndin sýnir brúttóskuldir hins opinbera (ríki, sveitarfélög og almannatryggingar) sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta eru nýjustu tölur frá Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) og ná til ársloka 2011. Mynd 1: Opinberar skuldir alls, sem % af landsframleiðslu. Heimild: Eurostat […]

Þriðjudagur 23.10 2012 - 11:18

Hvað gerir Valhöll?

Baráttan fyrir lýðfrelsi og mannréttindum í Evrópu og Norður Ameríku er nátengd stjórnarskrármálum. Þegar Magna Carta stjórnarskráin var innleidd í Englandi árið 1215 var meginmarkmið hennar að takmarka vald konungsins í höllinni og skapa héraðshöfðingjum aukið sjálfstæði og vörn gegn geðþóttalegri beitingu konungsvaldsins. Þó enn séu í gildi í Englandi ákvæði úr Magna Carta hafa […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 21:37

Ósigur Sjálfstæðisflokksins

Þegar sagt er að áhugafólk um nýtt Ísland hafi unnið stóran sigur í kosningunni í gær, blasir auðvitað við að Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð. Hið sama má segja um LÍÚ og aðra talsmenn sérhagsmuna – sem í reynd eru útibú frá flokknum. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hömuðust gegn tillögum stjórnlagaráðs eins og þeir ættu líf sitt undir því […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 11:24

Afgerandi niðurstaða – skýr skilaboð.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um nýju stjórnarskrána skilar afgerandi niðurstöðu með skýrum skilaboðum. Kosningaþátttakan er ágætlega viðunandi, nærri helmingur kosningabærra manna tók afstöðu, eða ríflega 130 þúsund manns. Meira en helmingur kjósenda í höfuðborginni mætti á kjörstað. Það er gott fyrir svona atkvæðagreiðslu. Ég hafði alls ekki gert ráð fyrir að kosningaþátttakan yrði yfir 35% og taldi viðbúið […]

Laugardagur 20.10 2012 - 23:49

Nýja Ísland: Stórsigur í uppsiglingu!

Kjörsókn er mjög viðunandi og stuðningur við nýju stjórnarskrána mjög afgerandi – um tveir þriðju (skv. fyrstu tölum). Nærri 80% vilja ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu. Nýja Ísland vill líka hafa kirkjuna áfram sem þjóðkirkju. Mikill meirihluti með öllum áherslum stjórnlagaráðs – nema varðandi þjóðkirkjuna.   Nú virðist ljóst að kjörsókn verður mjög viðunandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni […]

Laugardagur 20.10 2012 - 22:57

Nýja Ísland: Stefnir í stórsigur!

Kjörsókn er mjög viðunandi og stuðningur við nýju stjórnarskrána mjög afgerandi – um tveir þriðju. Nærri 80% vilja ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareigu. Nýja Ísland vill hafa kirkjuna áfram sem þjóðkirkju.   Nú virðist ljóst að kjörsókn verður mjög viðunandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána. Meira en 51% kjörsókn í Reykjavík suður. 47% í Þingeyjarsveit […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar