Laugardagur 02.03.2013 - 19:23 - FB ummæli ()

Flottar konur

Snillingarnir Guðný Pálsdóttir, Gróa Ásgeirsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir hlutu Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin í dag. Þessar fræknu konur eru heilarnir á bak við átakið ,,Á allra vörum“ sem hefur staðið fyrir söfnunum til góðgerðarmála með glæsilegum hætti undanfarin ár.  Haustið 2012 gerði þetta átak það kleift að opna stuðningsmiðstöð fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, með landssöfnun á RÚV. Tæpar 100 milljónir söfnuðust.  Stuðningsmiðstöðin er rekin nú af styrktarfélaginu Nótt og Degi og gengur undir nafninu Leiðarljós.   Miðstöðin fer frábærlega af stað en hún er staðsett á Austurströnd á Seltjarnarnesi, og kjörorðið er að bjóða fram topp þjónustu til allra barna og fjölskyldna, sem flokkast undir ofangreindra skilgreiningar, en ekki sitja og bíða eftir að foreldrarnir hafi samband.

Ég sendi inn bréf til orðunefndar hinnar íslensku Fálkaorðu í haust með rökstuðningi um hvers vegna ætti að sæma stöllur, Guðný Gróu og Elísabetu orðunni um áramótin. Umsóknin hlaut ekki náð fyrir augum orðunenfndar.  Ef til vill er löng biðröð.  Ég mun endurnýja umsóknina regluleg; alls ekki gefast upp, enda tel ég að samfélagið eigi að sýna þakklæti sitt með einhverju móti þegar svona frábærir einstaklingar eiga í hlut sem eru okkur öllum fyrirmyndir.  Frábærlega flottar konur!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur