Sunnudagur 05.07.2015 - 12:39 - FB ummæli ()

Ég talaði minnst

Umræðuhefðin á hinu háa Alþingis verður að breytast hið snarasta.  Þingmenn lofa öllu fögru í upphafi og lok hvers þings, en síðan verða efndirnar engar.  Þar sem ég sit í sæti 53 í þingsalnum furða ég mig á því hvað þar fer fram.  Alltof oft snúast umræðurnar um hver eigi heiðurinn að hverju og hver hafi klúðrað hverju. Niðrandi orð eru látin falla um persónur.  Engum er hrósað nema að hann sé í rétta liðinu.  Öllu er snúið á versta veg.

Slíku andrúmslofti hef ég aldrei kynnst á vinnustað á 30 ára starfsferli mínum.  Auðvitað eru stjórnmál óvægin en þau verða að vera málefnalegri.

Ég hef mjög gaman af því að tjá mig opinberlega og tel mig hafa margt gott til mála að leggja, en ég hef ekki áhuga á að taka þátt í svona umræðum.

Ég skora á alþingsmenn að skoða hug sinn gaumgæfilega og breyta þessu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur