Laugardagur 11.07.2015 - 13:58 - FB ummæli ()

Betri ávöxtun í stað íburðar!

Sem kunnugt er áformar Landsbankinn að byggja nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn við hlið Hörpu við Reykjavíkurhöfn. Eins og gefur að skilja falla þessi áform í grýttan jarðveg hjá mörgum. Landsbankinn er að stórum hluta í eigu ríkisins eftir hrunið. Á sama tíma og það skortir fé til að byggja nýjan Landspítala, sem ætti með fullri virðingu fyrir starfsemi Landsbankans að vera margfalt ofar á forgangslistanum, þá finnst mér vera út í hött að verið sé að ræða þessa hluti yfirleitt, hvað þá á dýrasta stað í bænum.

Efnahagshrunið var okkur Íslendingum mikið áfall. Eitt jákvætt gátu menn hins vegar fundið við hrunið, að vonandi yrði það okkur lexía um langan aldur, þótt dýrkeypt væri, um hvernig á ekki að standa að hlutunum. Þess vegna veldur það vonbrigðum ef menn hafa ekkert lært og ætla aftur sömu leið.

Bankastarfsemi þarf ekki þennan dýran umbúnað.  Hann er í raun móðgun við viðskiptavinina, sem fá afar lága vexti af innlánum en borga bæði háa útlánsvexti og allskonar þjónustugjöld.  Og hver leggur leið sína í banka nú til dags?  Flestir höndla með fé sitt og viðskipti við banka í gegnum netið.  Hvenær ætli við sjáum alvöru samkeppni á bankamarkaði þar sem svo kallað ,,overhead“ er í lámarki en aðaláherslan lögð á traust og góð greiðslukjör fyrir viðskiptavininn.  Slíkur banki myndi sópa að sér viðskiptum.

(Byggt á ræðu á Alþingi á 143. löggjafarþingi)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur