Miðvikudagur 22.07.2015 - 20:09 - FB ummæli ()

Heimsviðburður á Húsavík

Heimsviðburður varð nýlega á Húsavík þegar fyrsta siglingin var farin á Ópal fyrsta rafknúna hvalaskoðunarbátnum hjá fyrirtækinu Norðursiglingu. Sérstök tækni í skipinu gerir því kleift að tappa af rafmagni á rafbíla að lokinni hverri ferð, rafmagni sem verður til á siglingunni. Meðal farþega um borð var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ég tel að við Íslendingar stöndum á tímamótum í orkumálum samgöngutækja; bíla, skipa og etv. flugvéla í framtíðinni, þar sem vistvænir orkugjafar eins og rafmagn verða í fararrúmi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur