Fimmtudagur 30.07.2015 - 20:08 - FB ummæli ()

Fréttabann á Þjóðhátíð

Fréttabann af meintum nauðgunarmálum á Þjóðhátíð í Eyjum hugnast mér afar illa. Sérstakt að slík stefnubreyting skuli kynnt rétt fyrir að hátíðin hefst, þvert á alla umræðu sem fram hefur farið að undanförnu um að það að vera þolandi ofbeldis sé ekki feimnismál. Samfélagið hefur enda dáðst að fjölda manna sem stigið fram og tjáð sig um þessi mál sem er til þess fallið, að mínum dómi, að hindra slíka glæpi. Opnum umræðuna í stað þess að loka henni.  Fréttabann í Eyjum er augljóslega röng ákvörðun. Ég þekki slíka þöggun vel sem höfundur sögu Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, biskupsdóttur, ,,Ekki líta undan“.

Hef í kvöld kynnt Ólöf Nordal innanríkisráðherra skoðun mína á rangri nálgun lögregluyfirvalda í Vestmannaeyjum vegna meintra kynferðisbrota.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur