Föstudagur 07.08.2015 - 09:36 - FB ummæli ()

Frjáls samkeppni

Frjáls samkeppni snýst um að ná hylli viðskiptavinarins með því að bjóða vöru á hagstæðara verði en samkeppnisaðilinn.

Hvar er samkeppnin á olíumarkaði hér á landi? Samkvæmt nýjustu tölum er heimsmarkaðsverð á olíu um 50 dali á fat, en var tæplega 116 dollarar fyrir ári.  Þetta er rúmlega helmings lækkun og vel það. Hversvegna lækka bensín og olíur hér á landi ekki í takt við þetta.  Hér hlýtur að vera kjörið viðskiptatækifæri fyrir framsækið olíufélag sem vill bjóða vöru á hagstæðara verði en samkeppnisaðilinn.

Það sama á við um íslensku bankana? Hvar er samkeppnin þar um að bjóða hagstæðari vaxtakjör í stað þess að byggja hallir.

Þetta er mikið áhyggjuefni  og íslenskir neytendur gjalda svo sannarlega þessa ástands.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur