Mánudagur 15.10.2012 - 17:46 - FB ummæli ()

Fjölmiðlaræða mín í Mosfellsbæ

Erindi á fundi Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar undir yfirskriftinni ,,Ríkir fantaskapur í íslenskri fjölmiðlun“ 9. október 2012

Formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellinga, góðir fundarmenn.
Umræðuefni þessa fundar er spurningin ,,Ríkir fantaskapur í íslenskum fjölmiðlum?“
Ég mun hér í kvöld fyrst og fremst tala sem fjölmiðlafræðingur og fyrrverandi fjölmiðlamanneskja og fréttastjóri á stórum ritstjórnum til fjölda ára og ég sé hlutina örugglega öðruvísi en reyndir stjórnmálamenn sem telja sig oft eiga í ,,stríði“ við einstaka fjölmiðla og fjölmiðlamenn.
Ég hef þó haft rúm tvö ár til þessa að virða þessa hluti fyrir mér úr fjarlægð og nú er ég komin á kaf í stjórnmálin.
Mig langar fyrst til að tala svolítið um fjölmiðlasöguna, til að setja hlutina í samhengi. Þá er ég ekki að meina að ég ætli að kryfja fjölmiðlasöguna til mergjar frá því að dagblöð byrjuðu að koma út á Íslandi. Ég ætla að einbeita mér að fjölmiðlasögu minnar kynslóðar; fara kannski aftur til ársins 1960 eða svo.
Ég get þó ekki setið á mér að rifja aðeins upp hlutina eins og þeir voru hér í lok 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Til dæmis þegar Jón Ólafsson ritstjóri Göngu Hrófls og fleiri blaða hrökklaðist úr landi vegna skrifa sem pirruðu stjórnvöld. Svo ekki sé minnst á Stóru bombu árið 1930 en það mál snerist meðal annars um deilur um geðheilsu Jónasar frá Hriflu dómsmálaráðherra en of langt mál væri að fara ofan í hér.
Á Íslandi hafa svo sannarlega blásið margskonar vindar í fjölmiðlum.
Ef við förum aftur til ársins 1960, þegar ég var að fæðast, en þá eru flokksblöðin Þjóðviljinn, Alþýðublaðið, Tíminn og Morgunblaðið á miklu blómaskeiði. Það geisar kalt stríð í heiminum og gríðarleg harka er í umfjöllun um pólitík en fjórflokkarnir áttu hver sitt málgang.
—————————————
Árið 1972 urðu vatnskil. Þá var framið að því er virtist ósköp smávægilegt innbrot á skrifstofur demókrataflokksins í Watergatebyggingunni í Washington í Bandaríkjunum. Ég ætla ekki að fara rifja það mál upp heldur í smáatriðum enda þekkja það flestir, en það átti eftir að valda straumhvörfum í fjölmiðlun um allan hinn vestræna heim.
Í kjölfar afhjúpana The Washington Post sem byggðar voru á upplýsingum frá ókunnum heimildamanni um að brotist hefði verið inn á skrifstofur Demókrataflokksins að undirlagi Repúblikana og með vitund og vilja Hvíta hússins og sjálfs Bandaríkjaforseta fóru tvær grímur að renna á menn, svo ekki sé meira sagt. Nixon forseti þráaðist lengi við en varð loks að segja af sér árið 1974.
Eftir framgöngu The Washington Post í þessu máli má segja að nýtt tímabil hafi hafist í fjölmiðlum um allan hinn vestræna heim. Fjölmiðlar vildu vera óháðir og frjálsir og þjóna almenningi og hagsmunum hans. Þeir sögðu eigendavaldi og hagsmunagæslu hvort sem var fyrir stjórnmál eða fyrirtæki stríð á hendur og sögðust framvegis ætla að framvegis að fjalla hlutlægt um mál, fyrst og fremst út frá hagsmunum hins almenna borgara.
Almenningur ætti heimtingu á að fá að vita sannleikann, ekki bara hluta hans, heldur alla sannleikann og þeir fjölmiðlar sem í forystu voru í þessari byltingu lögðu metnað sinn vönduð vinnubrögð þar sem sannleikurinn einn var hafður að leiðarljós. Enginn stýrir okkur nema ,,what the people need to know“
Brautryðjandi á þessu sviði á Íslandi var Jónas Kristjánsson gamli ritstjóri okkar Reynis á DV, sem stofnaði Dagblaðið einmitt undir þessum áhrifum haustið 1975.
Fram að þessu hafði mest verið talað við stjórnmálamenn og ýmsa frámmámenn, t.d í Sjónvarpinu með mjög formlegum hætti þar sem menn voru þéraðir og fengu að tala út í eitt án þess að fréttamaðurinn gerði annað en að koma annars lagið inn með næstu kurteisislegu spurningu. Lítið var um eftirfylgni.
Nú fór hins vegar að ryðja sér til rúms annars skonar fjölmiðlun líka í ljósvakamiðlunum og ef til vill aðgangsharðari gagnvart stjórnmálamönnum.
Morgunblaðið og RÚV fóru að fara mun meira inn á þessa brautir. Fréttastofa Stöðvar tvö var stofnuð, sem hamraði mjög á því að hún væri engum háð og eldveggur væri á milli hennar og Jóns Óttars Ragnarsson og Hans Kristjáns Árnasonar eigenda hennar Stöðvar tvö.
——————————————————
Góðir fundarmenn. Því er ekki að leyna að ég hef áhyggjur af stöðu fjölmiðla á íslandi í dag. Mér finnst við hafa dregist aftur til fortíðar þar sem eigendvald og flokkapólitík og alls konar sérhagsmunir eru farin að ráða ferðinni í stað þess að menn keppist við að standa undir því nafni að vera ,,frjálsir og óháðir“
Mér finnst farið öðrum höndum um þá sem fjölmiðlinn eða eigendum hans er vel við en meinta andstæðinga. Þetta birtist í efnistökum, vali á myndum, slæmar myndir eru sýndar af andstæðingum oggrískar guðamyndir af samherjum. Molar eða slúður og ýmsir fastir dálkar í blöðunum endurspegla þetta líka vel. Þar er talað frjálslega um mann og annan og engum eirt. Þessi þróun hefur í raun og veru verið að festast í sessi á undanförnum árum hér á landi. Fjölmiðlar hafa misst sjálfstæði sitt gagnvart eigendum sínum og kannski er það ekki einu sinni keppikeflið lengur, þetta sjálfstæði.
Ætli megi segja að þetta hafi byrjað einhversstaðar í bólunni og haldið áfram fullum fetum eftir hrun, að því er hlýtur að vera til verri vegar fyrir almenning í þessu landi.
Áhrifamiklir fjölmiðlar hafa komist í hendur voldugra eigenda sem vilja nýta sér eignir sínar sér og sínum fyrirtækjum til framdráttar, og gera engan greinar mun á hagsmunum almennings og eigin sérhagsmunum. Stjórmálamenn hafa líka náð að komast í gegnum eldvegginn.
Tökum RÚV sem dæmi. RÚV hefur sætt talsvert mikill gagnrýni fyrir það af hálfu stjórnarandstæðinga að vera helsta klappstýra ríkisstjórnarinnar sem nú situr. Þótt ég reyni alltaf að finna fyrst hinar eðlilegu og heiðarlegu skýringar á hlutunum þá hefur mér oft á tíðum blöskrað hvernig fréttastofan virðist sjá heiminn með gleraugum ríkisstjórnarinnar. Á tímabili voru fréttamenn RÚV farnir að tala um skattabreytingar í stað skattahækkana, svo dæmi sé tekið. Nýleg útekt viðskiptablaðsins sýnd vel hversu mikill munur var áhuga RÚV á að segja frá því þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra braut jafnréttislög annars vegar og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hins vegar.
Ég hef áhyggjur af fjölmiðlamönnum sem vinna við þessar kringumstæður þar sem að í dag erfitt er að fá atvinnu og menn vilja síst af öllu missa hana. Dregur það ekki dugi þeirra og þori til að hafa aðrar skoðanir; jafnvel skoðanir sem eru óvinsælar inn á ritstjórninni? Ég segi hiklaust já, það gerir það. Þess vegna er það mjög mikilvægt að ritstjórar eins og Reynir Traustason hvetji sitt fólk til að tala umbúðalaust á ritstjórnarfundum, segja blaðamönnum sínum að sjálfsritskoðun eigi ekki að líðast, og fólk megi alveg koma með hugmyndir þvert á það sem ritstjóranum finnist og sé jafnvel hrósað fyrir það að hugsa út fyrir boxið. Með sjálfsritskoðun meina ég að fjölmiðlamenn eru mjög klárir einstaklingar og fljótir að finna inn á hvað er vinsælt og hvað er óvinsælt að fjalla um hjá viðkomandi fjölmiðli, án þess að það sé nokkurtíma sagt berum orðum.

——————————————-
Fjölmiðlar eiga að vera réttsýnir og þar á að starfa fólk sem hefur sannleikann og heiðarleg vinnubrögð að leiðarljósi og ekkert annað. Þjónkun við þá sem ráða má ekki stýra för.
Það versta er þegar fjölmiðar kom fram á fölskum forsendum; þykjast vera fjálsir og óháðir þegar þeir eru það ekki. Það er þó skárra að vera fjölmiðill sem fer ekkert í felur með sínar skoðanir og styður við ákveðna stjórnmálastefnu og jafnvel prómótera eigin fyrirtæki, bæði leynt og ljóst, hvort sem menn heita 365, Árvakur, DV, Fréttatíminn, RÚV eða eitthvað annað. Ef menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og reyna ekki að sveipa um sig hulu óháðrar blaðamennsku og hlutlægni, þá er ekki eins mikil hætt á ferðum. Að því leytinu til voru gömlu flokksblöðin ærileg. Þau þóttust ekki vera neitt annað en þau voru.
Neytendur eða borgarar þessa lands er vel upplýst fólk og það á rétt á því að meta boðskap viðkomandi fjölmiðils á réttum forsendum og síðast en ekki síst getur fólk hætt að kaupa eða lesa þá fjölmiðla ef þeim líkar ekki vinnubrögðin, nema RÚV náttúrulega sem allir Ísendingar eru skyldugir til að greiða fyrir samkvæmt lögum.

————————————————
Það einkennilega við þetta allt að í dag er það almenningur sjálfur sem beitir mesta fantaskapnum í fjölmiðlum. Þá meina rætnar athugasemdir sem fólk skrifar undir allskonar dulnefnum eða bara í eigin nafni og birtast í netmiðlunum. Mér blöskrar hreinlega oft yfir því hvað viðgengst og hvernig fólkar veigar sér ekki við tala niður til fólks og með vanvirðingu og sleggjudómum og nota ljótt orðfærir sem er særandi.
Á þeim 30 árum sem ég hefst starfað við fjölmiðla hafa meint brot á 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins oftast komið inn á borð til mín en ég sé ekki betur en að þessi grein sem þverbrotin í bloggheimum daglega, og skrif sem hér um ræðir séu að valda miklum skaða í okkar samfélagi.
3. grein Siðareglna Blaðamannafélagsins
Þar sem segir; ,,Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.
Það væri kannski ráð að senda þessa grein inn á hvert heimili í landinu.

Að lokum langar mig til að fjalla um hvað eru opinberar persónur og hveru langt mega fjölmiðlar ganga þegar þær eru annars vegar.

Tjáningarfrelsið er óumdeilanlega eitt veigamesta tæki hvers lýðræðisríkis. Það er verndað í Stjórnarskrá Íslands, en það getur verið vandmeðfarið.
Friðhelgi einkalífsins er einnig tryggt í stjórnarskránni.
Það hefur í langan tíma verið árekstur á milli tjáningarfrelsis annars vegar og friðhelgi einkalífsins hins vegar. Hér getur oft verið um hárfína línu að ræða sem er matskennd og mikið reynir á ritstjóra fjölmiðlanna feta hina réttu braut.

Hæstiréttur Þýskalands sagði í frægum dómi að Karólína prinsessa í Mónakó væri opinber persóna og gæti ekki kvartað yfir athygli fjölmiðla. Tilgangur þeirra væri að segja fréttir, svala forvitni. Fjölmiðlun hafi alltaf verið persónuleg. Dómstóllinn sagði, að ekki væri hægt að gera greinarmun á virðulegri fjölmiðlun og persónulegri fjölmiðlun. Hann sagði, að prentfrelsi væri æðra einkalífsrétti. Heimilt hafi verið að taka og birta myndir af Karólínu við ýmsar aðstæður sem væru opnir almenningi t.d. á kaffihúsi eða á hestbaki. Sjá nánar á jonas.is

Mannréttindadómstóll Evrópu tók hins vegar aðra afstöðu í þessu máli. Hann taldi að prentfrelsi hefði gengið of langt og koma þyrfti á nýju jafnvægi milli þess og persónuréttar fólks. Auk þess sé Karólína væri ekki opinber persóna, þótt hún kæmi stundum fram fyrir hönd Mónakó. Dómurinn fjallaði um umsátursástands ljósmyndara og hvernig að það skerði rétt fólks til einkalífs, sbr. mál Diönu prinsessu. Að svala forvitni fólks væri ekki næg ástæða til að taka myndir af Karólínu af Mónókó. Þetta var árið 2005

Í kjölfarið kom svo dómur í máli Bubba Mortens gegn tímaritinu Séð og heyrt í Hæstarétti árið 2006. Dæmt var fyrir villandi umæli annarssvegar sem atlögu að æru Bubbi og hin niðurstaðan snerti myndbirtinguna og þar skipti mál fordæmi Mannréttindadómstóls Evrópu í Karólínumálinu svokallaða.

En dómstólar þurfa líka að gæta sín vel. Það er ekki þeirri hlutverk að gefa út staðla um það hvað er fréttnæmt og hvað ekki í samfélaginu.

(Með fyrirvara um innsláttarvillur, afsakið þær)

Flokkar: Óflokkað

Sunnudagur 7.10.2012 - 21:53 - FB ummæli ()

Harpa og skattgreiðendur

 

Horfi á heimildamynd um hið fagra tónlistarhús Hörpu sem er til sóma þótt við Íslendingar eigum því miður ekki fyrir fjárfestingunni, né rekstri hennar.
En hvers vegna í ósköpunum fékk íslenska þjóðin ekki að sjá það í beinni útsendingu þegar Harpa var vígð. Alls staðar á byggðu bóli hefði slíkur viðburður verið sendur út í beinni útsendingu fyrir fólkið sem að mestum hluta borgar fyrir Hörpu með skattfé sínu. Enn eitt dæmið um hve skattgreiðendur eru einhver afgangsstærð í þessu landi.

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 24.9.2012 - 15:32 - FB ummæli ()

Ég hlakka til að taka þátt

 

Eins og flestir vita hófst
stjórnmálaferill minn formlega föstudaginn 21. september sl.  með
yfirlýsingu um að ég myndi sækjast eftir þriðja sæti á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum, í prófkjöri
sem líklega fer fram 10. nóvember, en það verður endanlega ákveðið á
fundi kjördæmisráðs í kvöld.  Ég finn fyrir mikilli orku, gleði og
eldmóði til góðra verka á vettvangi stjórnmálanna.

Eitt af mínu fyrstu verkum verður að sækja fund Landssambands Sjálfstæðiskvenna á
Selfossi annað kvöld kl. 20, undir yfirskriftinni Konur til áhrifa.
Þetta er einmitt eitt af því fjölmarga sem mig langar til að berjast
fyrir sem stjórnmálamaður.

Styrkur Sjálfstæðistefnunnar, sem ég fylgi, er að hún hefur svo breiða
skírskotun.  Hún tekur til fólks í öllum tekjuhópum, aldurshópum og að
sjálfsögðu til fólks af báðum kynjum.  Megin stefið í
Sjálfstæðisstefnunni er frelsi einstaklingsins og jafnrétti.  Ríkið er
nefnilega til fyrir einstaklinginn en einstaklingurinn er ekki til
fyrir ríkið, en það hefur smátt og smátt verið að gleymast, og hið
opinbera hefur eignast eigið líf og verður fyrirferðarmeira með hverju árinu sem líður.

Manni verður algerlega um og ó að hugsa um þá gríðarlegu fjármuni  sem
ríkið heimtar af hverri einustu fjölskyldu og fyritæki í þessum landi
dag hvern til að viðhalda sér.  Samt er ríkið rekið með gríðarlegum
halla og skuldasöfnun þess eykst.  Skuldir sem næstu kynslóðir verða
að greiða. Og á meðan sitja á hakanum velferðarverkefni sem manni
finnst að ættu að vera mjög ofarlega á forgangslista ríkisins , t.d. eins og tækjakaup
á sjúkrahúsum.  Þetta þarf að stöðva.

Konur hafa stigið sterkar fram í okkar þjóðfélagi á undanförnum
áratugum á opinberum vettvangi, sem betur fer.  Jöfn aðkoma kvenna og
karla að valdastöðum í samfélaginu er ekki aðeins réttlætismál og
mannréttindamál, heldur er framlag kvenna með sinni nálgun og hugsun

er afar dýrmæt auðlind sem samfélagið má ekki kasta á glæ.   Það verður
gaman að heyra í Sjálfstæðiskonum á fundinum á Selfossi á morgun og ég
mun svo sannarlega ekki láta mitt eftir liggja til að hvetja þær til
dáða.
>

Flokkar: Óflokkað

Mánudagur 10.9.2012 - 21:22 - FB ummæli ()

Nupo hopar, vonandi til frambúðar

 

Frétt sem birtist í The Morning Whisle í dag, sem er dagblað á ensku um viðskipta- og efnahagsmál í eigu einnar stærstu fjölmiðlasamsteypu Kína

Huang Nubo’s tumbling land purchasing case in Iceland may fail to bear its fruits. On August 2012, foreign media covered a report and said that the Iceland government had set up a panel, e-investigating the Zhongkun investment Group’s scheme to lend plot there for exploration. or the development of the case in Iceland, Huang Nubo can’t help but indicated to wait with reat patience. The result of the Iceland project, whether succeed or not, will not impact Huang’s oversea acquirement plans, however. If it fails in Iceland, Huang will beef up alternative nvestment plans in other countries. Huang disclosed that he only wanted to wait for the ultimate esult for Iceland project. The compromise, Huang Nubo took from the land purchasing plan in Iceland in last October o this year’s renting, astonished the businessman that political factors became the major hurdles or Chinese enterprises to go overseas development.

21CBH: What are the major factors for Zhongkun investment when it comes to international nvestment?

Huang: The main business operations for Zhongkun lie in the tour and property industries. cquirement regarding to resources, therefore, calls for considerations in three areas: First of ll, we need consider the scarcity of resources, including culture, geography and so on. North urope, for instance, is very suitable, while France is not necessary under this gauge. Secondly, we take account the political stabilization and friendship with China. For example, Japan isqualifed according to this criteria. Last but not the least, weather it is the prime for investment r not. Economic recession brings in attractive acquirement cost, such as Europe.

21CBH: Which factors will eventually affect the success of international investment? Huang: Now I believe political factors are the main factors. I was thinking that with increasing conomy in China, outbound investment was supposed to embrace popularity. The current ituation, however, tells that overseas kept alarms and constrains on China. A slew of people eld the opinion that land purchasing in Iceland is part of China’s “north pole strategy”, which is ompletely nonsense. Optimistically, I think this period of time is just a temporary transition in he history.

21CBH: Now, except Iceland, are there any other direct investments or M&A opportunities nd how to manage them?

Huang: It‘ll be a long term strategy for us to go overseas, and we are not going to stop it. Up o the matter of Iceland, we can only be patient and wait for the result. I also keep my eyes on ountries, such as Denmark and Norway. Nevertheless, there’ll be no detailed acquirement plan efore the result in Iceland.

Morning Whistle is the English-language business news, analysis and opinion aggregation service offered by 21st Century Media Group, China’s leading financial media group.

Morning Whistle is the English-language business news, analysis and opinion aggregation service offered by 21st Century Media Group, China’s leading financial media group.

Flokkar: Óflokkað

Laugardagur 1.9.2012 - 18:34 - FB ummæli ()

Á allra vörum

Átakið Á allra vörum hófst í gær með hófi sem handið var á Hótel Marina.  Ég flutti þessa ræðu í tilefni þess.

Kæru gestir.  Kæru Gróa, Elísabet og Guðný.

Innilega til hamingju með fimmta átakið ykkar sem ætlar að verða ekki síður glæsilegt en hin fyrri.

Ég hef fylgst með ykkur og störfum ykkar úr fjarlægð í nokkur ár og dáðst að ykkur.  Þegar ég fékk í hendur ótrúlega erfitt verkefni fyrir ári sem ég vissi ekkert hvernig ég ætti að snúa mér í, varð mér hugsað til ykkar, og þá fóru hlutirnir heldur betur að snúast.

Þannig var að Hanna Sigurrós Ásmundsdóttir, mamma Svanfríðar Briönnu eða Svönu, sem ég hafði fjallað um í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu hafði samband við mig.  Hún bað mig um hjálp.  Það að eiga barn með alvarlegan, sjaldgæfan, langvinnan sjúkdóm sem félli ekki undir neinn flokk í kerfinu væri meira en hægt væri að leggja á nokkra fjölskyldu.  Hún hafði áhyggjur af dóttur sinni, sem var orðin mjög veik, og sagði jafnfram við mig að ef okkur tækist að gera eitthvað til að breyta þeim farvegi sem mál þessara barna væru núna í til hins betra,  myndi það líklegast ekki gagnast Svönu eða hennar fjölskyldu.

En Hanna sagði líka við mig: ,,ég vil ekki að nokkur annar þurfi að ganga í gegnum það sem við höfum þurft að ganga í gegnum síðustu 12 árin.“

Ég fór frá Hönnu alveg ráðalaus, en ég vildi ekki bregðast henni og Svönu. Hanna kom mér í samband við Báru Sigurjónsdóttur sérfræðing í barnahjúkrun sem vissi vel hvað vantaði til að styðja börn með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma eins og Svönu.  Það væri stuðningsmiðstöð, sem hjálpaði fjölskyldum þessara barna við allt sem tengist þeirra flókna lífi.  Fyrirmyndin væri til erlendis.

Ég vissi sem var að það þýddi ekkert að leita til hins opinbera, þar væri niðurskurður til velferðarmála og enga peninga að fá fyrir nýjum hugmyndum.

En nokkrum dögum seinna fékk ég þá hugmynd að hafa samband við Gróu Ásgeirsdóttur Á allra vörum  og kynnti þetta fyrir henni.  Hvort þær á allra vörum væru tilbúnar til safna fyrir slíkri stuðningsmiðstöð.

Nú ári síðar eru við hingað komin.  Það hefur verið ótrúlegt að vinna með þessum konum, svo ekki sé meira sagt.  Punkturinn yfir i ið verður svo stór söfnunarþátturinn á RÚV föstudaginn 14. september næstkomandi.

Mig langar að bæta því við að ég hef sent orðunefnd Fálkaorðunnar bréf þar sem ég óska eftir að þær stöllur  Á allra vörum verði allar sæmdar orðunni um næstu áramót, svo við skulum fylgjast með hvort það verður ekki að veruleika, því fáir eiga slíka viðurkenningu betur skilið en þessar konur.  Helst eiga þær að fá stórriddarakross með stjörnu!

Hanna mamma Svönu vissi vel hvert stefndi, og elsku fallega Svana lést í maí síðastliðinn.  Blessuð sé minning hennar og takk Hanna fyrir að kveikja þennan neista sem nú er að verða að risavaxinni fagurri stjörnu, til stuðnings veikustu börnunum okkar.

Flokkar: Óflokkað

Fimmtudagur 9.8.2012 - 17:57 - FB ummæli ()

Hættuleg ráðagerð

 

Flokkar: Óflokkað

Föstudagur 3.8.2012 - 16:07 - FB ummæli ()

Halló heimur!

Velkomin á blog.pressan.is. Þetta er fyrsta færslan.

Flokkar: Óflokkað

Höfundur

Elín Hirst
Alþingismaður

Elín er fædd í Reykjavík 4. 9. 1960.
RSS straumur: RSS straumur