Fimmtudagur 15.11.2012 - 15:40 - FB ummæli ()

Eru ekki allir glaðir núna?

Þegar ríkissaksóknari úrskurðaði að nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni skyldi vísað frá, með þeim rökum að framburður kæranda samræmdist ekki öðrum gögnum málsins, sá ég marga netverja hneykslast. Niðurstaðan þótti ömurleg og sumir tefldu henni fram sem sönnun fyrir því að réttarkerfið væri karllægt. Rökin fyrir því að þetta væri vond ákvörðun hjá ríkissaksóknara voru þau að allir ættu rétt á áheyrn hjá réttarkerfinu, hvort sem lögreglurannsókn leiddi í ljós einhverjar líkur á sakfellingu eður ei. Þetta liggur beinast við að túlka á þann veg að réttur meints brotaþola til að draga mann fyrir dóm sé mikilvægari en  sá réttur þess sem ásakaður er um glæp að vera ekki dreginn fyrir dóm nema kæra sé studd einhverjum tækum gögnum.

Nú hefur lögreglan vísað frá rannsókn kæru Egils á hendur sömu stúlku vegna rangra sakargifta. Ríkissaksóknari hefur hnekkt ákvörðun lögreglunnar og úrskurðað að málið skuli rannsakað en í úrskurðinum kemur fram að ekki sé að sjá að nein rannsókn hafi farið fram. Þar með er auðvitað ekkert gefið að niðurstaða rannsóknarinnar verði í samræmi við vonir Egils en löggan hefur þó allavega verið skikkuð til að skoða málið. Ef kæran reynist byggð á tómum hugarburði þá þarf löggan að útskýra fyrir ríkissaksóknara hvernig hún komst að þeirri niðurstöðu.

Ekki hef ég orðið vör við nein fagnaðarlæti yfir því hversu frábært það sé að meintur þolandi fái allavega áheyrn hjá löggunni. En Egill tilheyrir kannski ekki þessum öllum sem eiga rétt á að fá áheyrn?

Flokkar: Allt efni · Lögregla og dómsmál
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics