Aldeilis mögnuð ræðan hans Ögmundar við Bandaríska sendiráðið, sérstaklega þetta: „Hvað verður búið að drepa mörg börn í tíu fréttum?“ Ég má eiginlega til með að deila þessum skilaboðum sem ég sá á facebook, svona í tilefni dagsins.
Hvað verður búið að drepa mörg börn fyrir tíu fréttir?“ spurði innanríkisráðherra í „eldræðu“ sinni við bandaríska sendiráðið í dag, þar sem hann m.a „bar aðstæður í Palestínu saman við Ísland, til þess að setja þær hörmungaraðstæður sem þar ríkja í samhengi.“(visir.is)
Aðeins örfáum tímum eftir ræðuna var búið að hneppa þrjá flóttamenn, þar af einn frá Írak, í varðhald lögreglunnar á Suðurnesjum, og verða þeir sendir áleiðis til helvítis með fyrsta flugi í fyrramálið.
„Hvað verður búið að senda marga flóttamenn út í opinn dauðann fyrir mánaðarmót“ ??? er hægt að spyrja Ögmund á móti, til þess að setja hörmungaraðstæður sem flóttamenn eru að flýja í samhengi.