Þriðjudagur 20.11.2012 - 00:42 - FB ummæli ()

Innanríkisráðherra er lýðskrumari og hræsnari

Aldeilis mögnuð ræðan hans Ögmundar við Bandaríska sendiráðið, sérstaklega þetta: „Hvað verður búið að drepa mörg börn í tíu fréttum?“ Ég má eiginlega til með að deila þessum skilaboðum sem ég sá á facebook, svona í tilefni dagsins.

Hvað verður búið að drepa mörg börn fyrir tíu fréttir?“ spurði innanríkisráðherra í „eldræðu“ sinni við bandaríska sendiráðið í dag, þar sem hann m.a „bar aðstæður í Palestínu saman við Ísland, til þess að setja þær hörmungaraðstæður sem þar ríkja í samhengi.“(visir.is)

Aðeins örfáum tímum eftir ræðuna var búið að hneppa þrjá flóttamenn, þar af einn frá Írak, í varðhald lögreglunnar á Suðurnesjum, og verða þeir sendir áleiðis til helvítis með fyrsta flugi í fyrramálið.

„Hvað verður búið að senda marga flóttamenn út í opinn dauðann fyrir mánaðarmót“ ??? er hægt að spyrja Ögmund á móti, til þess að setja hörmungaraðstæður sem flóttamenn eru að flýja í samhengi.

 

 

Flokkar: Allt efni · Flóttamenn og innflytjendur · Mannréttinda- og friðarmál
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics