Feminstar álíta að kynlíf sem ekki er stundað eftir þeirra forskrift eigi ekki rétt á sér.
Þetta viðhorf er sjaldan orðað hreint út. Feministar geta þó ekki skýlt á bak við það að þeir hafi ekki gefið út bein fyrirmæli um það hvernig fólk skuli haga kynlífi sínu. Hugmyndir þeirra um eðlilegt og óeðlilegt kynlíf skín í gegnum umræðuna og birtist t.d. í skilgreiningum þeirra á klámi. Þannig er það álitið kvenfjandsamlegt og nauðganahvetjandi ef kona er „hlutgerð“ og/eða „undirskipuð“ í erótísku efni.
Orðið „hlutgerving“ hefur nokkuð víða merkingu í þessu sambandi. Ef kona er óvirk í kynlífi er það „hlutgerving“. Ef hún snýr baki í karlmann sem er að hafa mök við hana eða veitir karli munngælur er hún „undirskipuð“. Ef efni sem sýnir konur á þennan hátt er niðurlægjandi fyrir konur, þá hlýtur slíkt kynlíf líka að vera niðurlægjandi.
Í þessu sambandi er áhugavert að skoða ummæli sjálffræðingsins Gail Dines um skáldsöguna „Fifty Shades of Grey“ en hún kemst að þeirri niðurstöðu að konur séu svo vitlausar að þær skilji ekki hvað bókin sé niðurlægjandi fyrir konur.
Og jájá, ég er viss um að talskonur feminista kannast ekkert við þessa umræðu eða meina alls ekki að tiltekin kynlífsathöfn sé í eðli sínu niðurlægjandi þótt sé rosalega niðurlægjandi að hún sjáist á mynd eða meina eitthvað allt annað en þær segja. Það kæmi mér allavega mjög á óvart ef einhver þeirra viðurkenndi hið augljósa; að þær vilja stjórna því hvað er álitið afbrigðilegt og hvað ekki.
33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6. Feminismi firrir konur ábyrgð
7. Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9. Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10. Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13. Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14. Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi