Færslur fyrir júní, 2013

Fimmtudagur 20.06 2013 - 08:00

20. Feminismi er dólgapólitík

Feministar reyna oft að svara gagnrýni með því að til séu of margar stefnur innan feminismans til að hægt sé að setja þær allar undir sama hatt. Það er nú dálítið hlægilegt í því sambandi að margt  áhugafólk um kynjapólitík sem hefur talað um sjálft sig sem feminista, svosem Magga pjattrófa, Jakob Bjarnar og Harpa […]

Miðvikudagur 19.06 2013 - 15:30

19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum

Áhersla feminista á útrýmingu kynhlutverka hefur orðið til þess að feminismi vinnur beinlínis gegn hagsmunum kvenna. Ein af hinum napurlegu þversögnum feminismans er sú staðreynd að um leið og feminstar berjast fyrir forréttindum kvenna á þeirri forsendu að karlveldið hafi svo lengi valtað yfir okkur, hefur afneitun þeirra á eðlislægum kynjamun orðið til þess að […]

Miðvikudagur 19.06 2013 - 08:23

Skiptir fjöldinn silfurskeiðadrengina máli?

Eitt af fyrstu afrekum Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra var að láta frá sér ummæli á þá leið að þegar hundruð manns sendu inn samskonar athugasemdir vegna aðgerða sem hafa umhverfisáhrif þá væri eðlilegt að skoða það sem eina athugasemd. Þetta verður að teljast frekar anarkískur skilningur á lýðræðinu; það er ekki fjöldinn sem hefur […]

Þriðjudagur 18.06 2013 - 10:05

18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald

Feministahreyfingin hefur á nokkrum áratugum öðlast kennivald á ýmsum sviðum. Skýrast kemur þetta fram í umfjöllun fjölmiðla um kynferðisofbeldi, vændi og klám. Hugmyndir feminista um orsakir þess, umfang og afleiðingar eru sjaldan dregnar í efa og aldrei hef ég séð blaðamenn ganga eftir gögnum um staðhæfingar þeirra, sama hversu vitlausar þær eru. Kennivaldið birtist einnig […]

Mánudagur 17.06 2013 - 11:07

17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum

Feminstar  álíta að kynlíf sem ekki er stundað eftir þeirra forskrift eigi ekki rétt á sér. Þetta viðhorf er sjaldan orðað hreint út. Feministar geta þó ekki skýlt  á bak við það að þeir hafi ekki gefið út bein fyrirmæli um það hvernig fólk skuli haga kynlífi sínu. Hugmyndir þeirra um eðlilegt og óeðlilegt kynlíf […]

Sunnudagur 16.06 2013 - 11:40

16. Feminismi er nýhreintrúarstefna

Feminismi er gleðispillir. Hann einkennist af heilagri vandlætingu gagnvart gríni og greddu og umræðan um hina alræmdu klámvæðingu ber meiri keim af trúarofstæki 17. aldar en gagnrýni á staðalmyndir. Hugmyndir kvenhyggjusinna um ógnvænlegar afleiðingar klámsins eiga sér skemmtilega hliðstæðu í hugmyndum fyrri alda um sjálfsfróun. Í umfjöllun um hinn “skæða löst” frá 1920 er sunginn […]

Laugardagur 15.06 2013 - 09:35

15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur

Feminisminn er fullur vandlætingar gagnvart kvennamenningu.  Konur sem hafa áhuga á tísku og útliti eru sívinsælt skotmark. Fjandsamleg viðhorf til kvennamenningar koma jafnvel fram í umræðunni um leikföng.  Það þykir ótækt að bjóða stelpum upp á kaffihús, dýraspítala og snyrtistofur af því að það er „ekki gagnlegt fyrir samfélagið“ eins og það er orðað í […]

Föstudagur 14.06 2013 - 15:15

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“. Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. […]

Föstudagur 14.06 2013 - 11:30

14. Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun

Feminismi gengur út frá því að nánast enginn eðlismunur sé á kynjunum. Feministar líta á kynhlutverk og kynbundin leikföng sem birtingarmynd kvennakúgunar og vilja helst uppræta allan kynjamun. Feministar segjast berjast gegn því að fólk sé fjötrað í hlekki staðalmynda. Það er þarft verk. Allt bendir þó til þess að rétt eins og aðrir prímatar […]

Fimmtudagur 13.06 2013 - 10:07

13. Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum

Feministar vilja fá að boða pólitíska hugmyndafræði sína í barnaskólum. „Jafnréttisfræðsla“ er ekkert annað en kynjafræði fyrir börn. Boðskapurinn er sá sami og „fræðslan“ er byggð á sömu gervivísindunum. Þrátt fyrir að engum dyljist að drengir eiga erfiðara uppdráttar í skólakerfinu en telpur og flosni frekar upp úr námi, er öll  áhersla Kynungabókar á stöðu […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics