Fimmtudagur 20.06.2013 - 08:00 - FB ummæli ()

20. Feminismi er dólgapólitík

Feministar reyna oft að svara gagnrýni með því að til séu of margar stefnur innan feminismans til að hægt sé að setja þær allar undir sama hatt. Það er nú dálítið hlægilegt í því sambandi að margt  áhugafólk um kynjapólitík sem hefur talað um sjálft sig sem feminista, svosem Magga pjattrófa, Jakob Bjarnar og Harpa Hreinsdóttir, hefur verið gagnrýnt fyrir and-feminisk viðhorf og hver tekur mark á pólitíkusum eins og Bjarna Ben eða Söruh Palin þegar þau lýsa því beinlínis yfir að þau séu feministar? Auðvitað skiptir engu máli hvað fólk kallar sig því þegar öll kurl koma til grafar eru það aðeins dólgastefnur feminismans sem raunverulega eru samþykktar.

Það er ekki aðeins hugmyndafræðin sjálf sem er galin heldur sýna femínistahreyfingar og áhrifaríkir einstaklingar í þeirra röðum oft ofstopafull viðbrögð af litlu tilefni. Hér eru nokkur dæmi.

bild-1Nýjasta uppáhaldsdæmið mitt um dólgafeminisma er frá stóru systur íslenskra kvenhyggjusinna.  Í Svíþjóð þykir það nefnilega merki um mikla karlrembu að sitja með bil á milli fóta í almenningsfarartækjum og annarsstaðar á opinberum vettvangi.  Nei, þetta snýst ekki um það að sumir taki of mikið pláss og þrengi að öðrum enda myndu feministar þá væntanlega ráðast á feita fólkið og þá sem ferðast með mikinn farangur. Þetta snýst um stellingu – ekki rými.

Kenningin er á þá leið að karlar sem hópur hagnist á undirskipun kvenna sem hóps og sýni og staðfesti vald sitt á ótrúlega lúmskan hátt, m.a. með því að sitja með útglennt klof.

Þið náið þessu er það ekki? Þegar kona færir fæturna í sundur þá er hún í „kynferðislega bjóðandi stellingu“ væntanlega af því að hið illa feðraveldi hefur hlutgert hana og ætlar sér að riðlast á henni, í þeim tilgangi að kúga hana og sýna vald sitt. Þegar karl situr í sömu stellingu er hann ekki hlutgerður heldur á einhverskonar samkarllegu páerflippi.

Til þess að sýna fram á þennan ótrúlega og almenna valdhroka karla, taka stóru systurnar svo myndir beint ofan í kjöltu karla sem gera sig seka um slíkan dólgshátt og birta á netinu. Ég velti því svona fyrir mér hvað myndi gerast ef maskúlínistar tækju myndir af konum frá sömu sjónarhornum í pólitískum tilgangi.

 

femugla20

 

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics