Þriðjudagur 10.09.2013 - 09:33 - FB ummæli ()

28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi

Fegurðardrottning segist vera feministi. Einhverntíma sagðist Magga pjattrófa líka vera feministi. Ég hef lesið viðtöl við kynlífsþjóna sem segjast vera feministar. Þessar konur telja sig hafa sama rétt og karlar, vilja standa körlum jafnfætis og telja sig standa körlum jafnfætis, ekki þrátt fyrir lífsstíl sinn heldur vegna hans. Ef feministar hefðu ekki stolið hugtakinu gæti ég kallað mig feminista á sömu forsendum.

Valdefling er orð sem feministum er hugleikið. Hugmyndin er sú að konur hafi þörf fyrir sjálfsstyrkingu vegna kynferðis síns. Ég held að það eigi við um margt fólk af báðum kynjum að þurfa á valdeflingu að halda og krossa fingur fyrir hvern þann einstakling sem með heiðarlegum aðferðum bætir sjálfsmynd sína og skapar sér aðstæður til þess að njóta góðs af styrkleikum sínum. Mér þykja fegurðarsamkeppnir „hálfglataðar“ en ef þær eru valdeflandi fyrir einhverja aðra þá er það bara hið besta mál, það er enginn sem neyðir mig til að horfa á þær.

Feministar vilja hinsvegar fá að gefa út einhverskonar fyrirmæli um það hvað skuli teljast valdeflandi. Það skal teljast valdeflandi að brjótast til frama í stjórnmálum eða innan stórfyrirtækis. Það skal hinsvegar ekki teljast valdeflandi fyrir konu að vera á framfæri maka síns við að gera það sem henni bara sýnist. Það á að vera valdeflandi að gefa skít í hugmyndir samfélagsins um að offita sé óæskileg. Það má aftur á móti ekki teljast valdeflandi að vekja aðdáun fyrir það útlit sem tískubransinn gerir út á. Það á að vera valdeflandi að skilgreina það sem nauðgun ef kona vaknar í vitlausu rúmi eftir hrottalegt fyllerí. Það má hinsvegar ekki teljast valdeflandi að fara heim með tuttuguþúsundkall í vasanum og gleyma gaurnum.

Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að við ættum að hafna feminisma. Hann er ekkert annað en eitt kennivaldið enn.

femugla28

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics