Fimmtudagur 04.07.2013 - 17:33 - FB ummæli ()

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

imagesÚrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni.

Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á þau rök mín að skýrslan sé ekki vinnuskjal eins og lögreglustjóri heldur fram. Þar sem stór hluti skýrslunnar varðar samskipti við einstaklinga þarf hann ekki að gefa mér aðgang að öllu skjalinu. Honum ber þó að veita mér aðgang að þeim hlutum þess sem varða opinbera umfjöllun sem og þann hluta skýrslunnar sem varðar mig sjálfa. Ég aldrei von á að fá aðgang að allri skýrslunni þar sem ætla má að í henni sé töluvert af persónuupplýsingum, svo þessi niðurstaða er í nokkuð góðu samræmi við mínar væntingar.

Það er óþolandi að yfirvöld komist upp með að leyna gögnum sem varða almenning og nú skora ég á ykkur öll sem áttuð persónuleg samskipti við lögreglu eða hafið aðrar ástæður til þess að gruna að ykkar sé getið sérstaklega í skýrslunni, að senda lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst og fara fram á aðgang að þeim hluta skýrslunnar sem varðar ykkur persónulega. Netfangið er stefan.eiriksson@lrh.is og ef einhver þarf aðstoð við að stíla bréfið er ég tilbúin til að aðstoða.

Flokkar: Allt efni · Andóf og yfirvald · Lög og réttur
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics