Færslur með efnisorðið ‘Upplýsingamál’

Miðvikudagur 10.07 2013 - 14:02

Og enginn spyr hvort þeim finnist það í lagi

Fjöltengið Jón Hákon Magnússon tjáði sig um mál Edwards Snowden á Bylgjunni í gærmorgun (viðtalið byrjar á 5. mínútu.) Ekki finnst Jóni Hákoni ástæða til þess að Íslendingar skipti sér af mannréttindum manns sem afhjúpaði stórfelldar persónunjósnir. Allt snýst þetta auðvitað um okkar viðskiptahagsmuni. Ekkert er minnst á þá hagsmuni okkar og annarra jarðarbúa að […]

Laugardagur 06.07 2013 - 19:41

Úrskurðarnefnd sendir borgurum fingurinn

  Ég er búin að fá þessi gögn sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi óhætt að sýna almenningi og ég hef sjaldan orðið fyrir meiri vonbrigðum. Eftir rúmlega 37 vikna bið frá því að ég lagði fyrst fram kæru (en þá var liðinn mánuður frá því að ég óskaði fyrst eftir gögnum) er niðurstaðan sú að […]

Fimmtudagur 04.07 2013 - 17:33

Ég fæ aðgang að Búsóskýrslunni

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er loksins komin að niðurstöðu um það hvort lögga sé stætt á að synja mér um aðgang að Búsóskýrslunni. Í kærum mínum (þá fyrstu sendi ég inn 17. október) er skýrt tekið fram að ég sé ekki að biðja um aðgang að persónuupplýsingum enda eiga þær að fara leynt. Nefndin fellst á […]

Sunnudagur 10.03 2013 - 14:36

Okkur kemur ekki við hvað Davíð gerir við milljarðana sína

____________________________________________________________________________________   Við megum ekki vita hvað Geir sagði við Davíð. Eða hvað Davíð sagði við Geir. Við vitum að það var eitthvað um 80 milljarða lán en það kemur okkur ekki við. Þetta voru sko peningar Seðlabankans en ekki okkar. Davíð er líka búinn að útskýra fyrir okkur að þetta símtal hafi ekki verið […]

Miðvikudagur 30.01 2013 - 12:20

Vinstri handar villan

Á fyrri hluta 20. aldar stóðu barnakennarar frammi fyrir erfiðu vandamáli. Sum börnin þráuðust við að læra rétt vinnubrögð. Þau höfðu óeðlilega tilhneigingu til að skrifa og teikna með vinstri hendinni. Skýringin á þessu var ekki einber óþekkt, þau virtust hreinlega ekki ráða við þetta. Ýmis ráð voru reynd til að uppræta vinstri handar villuna. […]

Sunnudagur 27.01 2013 - 21:31

Lögmundur og Langholtsskóli

  Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir […]

Sunnudagur 06.01 2013 - 12:53

Má löggi leyna Búsóskýrslunni?

Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem […]

Þriðjudagur 11.12 2012 - 20:22

Fánaberar fávísinnar

Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér […]

Mánudagur 10.12 2012 - 16:03

Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

Ég stend í þeim undarlegu sporum að vera synjað um aðgang að námsefni þar sem vitnað er í skrif mín. Þessi staða varð mér tilefni hugrenninga um hlutverk háskóla og eignarhald á þekkingu. Hlutverk háskóla Hlutverk háskóla er tvíþætt; að afla þekkingar og dreifa henni. Hugmyndin með rekstri háskóla er sú að þekking sé áhugaverð […]

Mánudagur 12.11 2012 - 20:27

Dómstjórinn sem kom af fjöllum

Fréttablaðið hefur birt grein okkar Aðalheiðar Ámundadóttur um upplýsingamál og samskipti við Héraðsdóm Reykjaness.  Nú hefur Þorgeir Ingi Njálsson sótt um stöðu Hæstaréttardómara. Við erum að tala um mann sem fyrir nokkrum mánuðum vissi ekki, eða þóttist ekki vita, að almenningur ætti rétt á aðgangi að dómum í opinberum málum. Hér er greinin sem birtist í Fréttablaðinu: Opinberar […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics