Færslur fyrir flokkinn ‘Kynjapólitík’

Föstudagur 28.03 2014 - 10:30

Ritskoðunarkröfur

Af og til verð ég alveg ofboðslega leið á feminisma. Svo gerist eitthvað sem verður til þess að ég finn mig knúna til að leggja orð í belg. Um þetta leyti í fyrra sauð upp úr hjá mér þegar einhver taldi mig á að líta á óvenju vonda umfjöllun á Knúzinu. Ég byrjaði þá á […]

Fimmtudagur 13.03 2014 - 10:30

Á hvaða leið eru Píratar?

Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega. Ég sé ekki eftir því að hafa kosið Pírata. Þingmenn okkar hafa staðið sig prýðilega og ég treysti þeim ennþá, en ég væri ánægðari með sjálfa mig ef ég hefði […]

Mánudagur 13.01 2014 - 11:43

Ljósmæður komnar í feministaruglið

Skapabarmaaðgerðum fjölgaði mjög í Bretlandi á árunum 2004-2011. Árið 2011 var gerð ein slík aðgerð þar á hverjar 12500 konur á aldrinum 15-49 ára. Ef hlutfallið er svipað á Íslandi merkir það að árlega fara 6 konur í skapabarmaaðgerð á Íslandi. Nú hafa ljósmæður ítrekað mælt gegn lýtaaðgerðum á kynfærum. Það er þarft verk að […]

Laugardagur 28.12 2013 - 14:20

Jólasaga úr feðraveldisríki

Í dag var lítill drengur jarðsunginn í Álaborg. Hann hét Rasmus og lét lífið þann 16. desember sl. Hann var fjögurra ára.  Foreldrar hans höfðu staðið í umgengnisdeilu. Pabbinn á sér fortíð, hefur setið inni vegna afbrota sem hann framdi áður en drengurinn fæddist, og móðirin taldi hann vanhæfan til að umgangast börn. Dómstólar voru ekki sammála […]

Fimmtudagur 12.12 2013 - 15:16

Einhver verri og óheppnari en Ragnar Þór

  Góður maður verður fyrir óljósum ásökunum um kynferðisbrot gegn barni. Útilokað reynist að fá upplýsingar um það hvaðan ásökunin kemur eða hvað nákvæmlega hann er sakaður um. Maðurinn fer sjálfur fram á lögreglurannsókn en í stað þess að fagfólk sé látið um málið, sætir hann afar einkennilegri „rannsókn“ á vegum yfirmanna sinna. Löggunni er neitað […]

Miðvikudagur 11.12 2013 - 15:37

Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu

Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því. Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu.   Netdólgur pönkast á netdólgum Hildur Lilliendahl er með umdeildari konum. […]

Fimmtudagur 05.12 2013 - 15:01

Persónuleikapróf. Ertu feministi?

  Tölfræðin sýnir að fáar konur eru meðal verkfræðinga. Hvað gerir þú? Hvetur þær konur sem þú veist að hafa áhuga á verkfræði til að láta drauma sína rætast en telur ekkert óeðlilegt þótt fleiri konur hafi áhuga á umönnun en vélum. Lærir verkfræði af því að eina leiðin til þess að fjölga konum innan […]

Sunnudagur 01.12 2013 - 12:22

Orðsending til íslenskra kvenna

Mig langar að útskýra aðeins fyrir þér hvernig heimurinn lítur út frá mínum sjónarhóli. Í mínum heimi vofir stöðug hætta yfir. Ég þarf stöðugt að gæta mín á því hvað ég segi og hvenær, að hverju ég hlæ, við hvaða konur ég tala og hvernig ég nálgast konu ef ég verð hrifinn af henni. Þessar […]

Mánudagur 25.11 2013 - 12:07

Hólmsteinn, lækin og feministarnir

Kæri Hannes Hólmsteinn Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem öfgasinnaðir kapítalistar pilsfaldakapítalistar boða. Það er algengt að fólk yfirfæri óbeit sína á […]

Sunnudagur 17.11 2013 - 15:35

Eignarhaldið á píkunni

Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Tilgangur þeirra aðgerða sem lýtalæknar fremja getur verið læknisfræðilegur, t.d. ef slöpp húð myndar fellingar sem eykur hættu á sveppasýkingum og húðsjúkdómum, en oftast er markmiðið að […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics