Færslur fyrir flokkinn ‘Kynjapólitík’

Miðvikudagur 13.11 2013 - 16:28

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

Ég er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur […]

Föstudagur 08.11 2013 - 17:19

Kæra Anna Marsý

Fyrir tveimur árum hugsaði ég nákvæmlega það sama og þú, að það væri þörf fyrir karlréttindahreyfingu á Íslandi. Og karlréttindahreyfingar eru reyndar til amk í Bandaríkjunum og Kanada. Þessar hreyfingar eru að því leyti góðar að þær hafa vakið athygli á karlhatri og mismunun gagnvart körlum. Þær ábendingar eiga fullan rétt á sér. Það er […]

Fimmtudagur 07.11 2013 - 12:24

Ljósvakamiðlar tala bara við karla

Enn einu sinni er það staðfest að konur fá töluvert minna vægi í fjölmiðlum en karlar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið. Við njótum jafnréttis að lögum en jafnræði ríkir ekki með kynjunum og ef maður álítur að það efli lýðræði, upplýsingu og velferð að sem flestar ólíkar raddir […]

Föstudagur 01.11 2013 - 08:56

Feminasnar og kynjamismunun Siðmenntar

  Þetta með kynjakvóta verðlaunahafa Siðmenntar er að verða undalegasta umræða sem ég hef lengi séð. Sem stofnfélagi Siðmenntar, stjórnarmaöur í sjö ár og eini núlifandi heiðursfélagi félagsins, er ég furðu lostinn. Félagið hefur veitt 16 viðurkenningar, þar af sex til félagasamtaka og konur hafa yfirleitt veitt þeim viðurkenningum viðtöku. Af rúmum 23 starfsárum félagisns hafa […]

Fimmtudagur 31.10 2013 - 16:19

Bókmenntafræði, rassvísindi og trompetrannsóknir

„Ég held að sum skáld og aðrir listamenn séu bara að djóka. Framleiða eitthvert bull sem lítur út fyrir að vera merkilegt, aðallega til að hafa fræðimenn að fíflum“ sagði ég. Kennarinn hafði enga trú á því að aðrir en augljósir asnar gætu sýnt listinni hvílíkt virðingarleysi. Mér fannst það ekkert ótrúlegt. Til er fólk […]

Fimmtudagur 17.10 2013 - 17:13

Meira um góða fólkið

Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem […]

Miðvikudagur 02.10 2013 - 14:54

Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?

Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Hér er samantekt […]

Föstudagur 27.09 2013 - 10:30

Klósettfeminismi

Þegar ég sagði frá mannréttindabaráttu My Vingren varð kunningja mínum að orði að nú hlyti ruglið að hafa náð hámarki. Ég var ekki eins viss og svei mér þá ef klósettfeminismi sænskra vinstri manna toppar ekki My Vingren. Síðasta sumar fékk Viggo Hansen, landshlutaþingmaður* í Sörmland, þá frábæru hugmynd að leggja niður kynjaskipt klósett í […]

Þriðjudagur 24.09 2013 - 18:22

Þessvegna er kynjafræðikennsla nauðsynleg

Í mínu ungdæmi var engin klámvæðing. Auðvitað var til klám en ekki „klámvæðing“ því hún hófst ekki fyrr en með almennri internetnotkun. Hvernig stendur þá á því að þegar ég var í 7. bekk þótti fátt fyndnara en að teikna tittling á töfluna í skólastofunni? Hversvegna tíðkuðust allskonar kossa- og keliríisleikir á mínum unglingsárum? Hversvegna […]

Laugardagur 21.09 2013 - 09:30

Kynlegt vandamál

Skýrslan sem vísað er til      

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics