Færslur fyrir flokkinn ‘Kynjapólitík’

Þriðjudagur 17.09 2013 - 19:51

Af nauðgaravinum og helgum meyjum

Þann 19. desember 2008 féll dómur við bæjardómstólinn í Herning í Danmörku. Sakborningur var 44 ára karlmaður að nafni Ejnar Nielsen.  Hann hafði ráðist á þáverandi kærustuna sína, lagt hníf að hálsi hennar og nauðgað henni.  Eða svo sagði hún og fyrir það var hann sakfelldur. Uns sekt er afsönnuð Áþreifanleg sönnunargögn voru engin. Konan […]

Miðvikudagur 11.09 2013 - 12:03

Karlmennskan í HÍ

Jón Baldvin Hannibalsson segist hafa fengið þá skýringu á afturköllun boðs um að halda gestafyrirlestra við HÍ að svokallaðir „kynjafræðingar“ hafi mótmælt ráðningu hans skriflega. Ég bað forseta félagsvísindasviðs um afrit af þessu mótmælabréfi en fékk það svar að hann vissi ekki til þess að slíkt plagg væri til. Nú er ljóst að einhver lýgur. […]

Þriðjudagur 10.09 2013 - 09:33

28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi

Fegurðardrottning segist vera feministi. Einhverntíma sagðist Magga pjattrófa líka vera feministi. Ég hef lesið viðtöl við kynlífsþjóna sem segjast vera feministar. Þessar konur telja sig hafa sama rétt og karlar, vilja standa körlum jafnfætis og telja sig standa körlum jafnfætis, ekki þrátt fyrir lífsstíl sinn heldur vegna hans. Ef feministar hefðu ekki stolið hugtakinu gæti […]

Laugardagur 07.09 2013 - 10:09

Einhliða umfjöllun?

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Svo gekk aftur fram af mér þegar ég sá Knúsgrein þar sem látið […]

Föstudagur 06.09 2013 - 10:36

Að rjúfa þessa ærandi þögn

Í íslenskum fjölmiðlum er tilfinnanlegur skortur á nauðgunarfréttum. Að vísu fann ég nokkrar fréttir frá síðustu dögum en margar þeirra eru frekar litlar og lítið áberandi. Auk þess er ekki alveg að marka síðustu vikuna því margar af klámfréttum síðustu viku snúast eiginlega meira um dónakalla og háskóla en um glæpi dónakalla.  Frá mánaðamótum hef […]

Laugardagur 31.08 2013 - 06:59

Stjórnar Hildur Lilliendahl mannaráðningum við HÍ?

Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að þjást af völdum annarra? Ætli sé til ein manneskja í veröldinni sem hefur náð tvítugu án þess að valda öðrum þjáningum? Jón Baldvin Hannibalsson olli stúlku þjáningum. Hann skrifaði henni dónabréf, barnungri, og eyðilagði þar með líf hennar. Áfallaþol fólks er […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 12:22

27. Feministar eru með klám á heilanum

Einhverntíma heyrði ég það haft eftir Birgi í Vantrú að fyrir rétta upphæð væri hann tilbúinn til að selja tjáningarfrelsi sitt en aðeins vegna þess að hann hefði þegar sagt opinberlega allt sem mestu máli skipti um trúmál svo héðan af gæti hann sennilega svarað öllu sem þörf væri á með því að vitna í […]

Föstudagur 16.08 2013 - 17:00

26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni

Femínísk túlkun á listum gengur ýmist út á það að breiða út lygar um kvenhatur og kvennakúgun eða finna feminiskan boðskap sem alls ekki er til staðar. Feministar taka sakleysilegustu verk eins og t.d. barnaleikrit Thorbjorns Egner og vinsæla jólasöngva og leita sérstaklega að kvenhatri. Með hugmyndafræði að vopni er auðvitað hægt að finna hvaða […]

Þriðjudagur 13.08 2013 - 09:00

25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði

Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði.  Í skjóli kennivalds síns sýna femínistahreyfingar og einstaklingar sem tjá sig undir merkjum feminsta oft ofstopafull viðbrögð af litlu tilefni. Póltískur rétttrúnaður fær góðar manneskjur til að gera illa hluti og fólk sem stjórnast af pólitískri rétthugsun er stórhættulegt. Það telur skoðanir sínar heilagar og vílar þessvegna hvorki fyrir sér […]

Sunnudagur 11.08 2013 - 14:23

Hvar á arabinn að pissa?

Setjum sem svo að einhver opni veitingastað og merki salernin með þessum myndum.         Mig grunar að það myndi ekki vekja almennan fögnuð. Flestir myndu spyrja hvaða tilgangi það ætti að þjóna að beina fólki á sitthvorn básinn eftir kynþætti og margir myndu einnig spyrja hvar fólk sem hefur útlitseinkenni asíubúa eigi þá […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics