Færslur fyrir flokkinn ‘Lögregla og dómsmál’

Miðvikudagur 09.01 2013 - 23:12

Þá þótti mér mannrán góð hugmynd

Það hefur líklega verið árið 1990 sem ég frétti af dvalarstað þekkts barnaníðings og hugmynd kom upp í mínum vinahópi. Hefði hún náð fram að ganga hefði ég sent þáverandi dómsmálaráðherra nafnlaust bréf sem hefði verið á þessa leið: Þar sem réttarkerfið býður ekki upp á nein ráð til þess að takast á við barnaníðinga […]

Sunnudagur 06.01 2013 - 12:53

Má löggi leyna Búsóskýrslunni?

Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 21:31

Að taka á ofbeldi í eigin röðum

Í dag ætla ég að kenna ykkur að skapa réttarkerfi. Eða ekki. Ég þekki þrjú ólík mál þar sem fólk sem hefur verið órétti beitt telur réttarkerfið ekki góðan farveg til að rétta sinn hlut. Í einu tilviki er um að ræða hrottalega líkamsárás. Í einu tilviki varð kona fyrir nauðgun. Í síðasta tilfellinu býr […]

Fimmtudagur 22.11 2012 - 15:28

Til hvers þarf löggan næstum 300 skotvopn?

Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum. Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf […]

Fimmtudagur 15.11 2012 - 15:40

Eru ekki allir glaðir núna?

Þegar ríkissaksóknari úrskurðaði að nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni skyldi vísað frá, með þeim rökum að framburður kæranda samræmdist ekki öðrum gögnum málsins, sá ég marga netverja hneykslast. Niðurstaðan þótti ömurleg og sumir tefldu henni fram sem sönnun fyrir því að réttarkerfið væri karllægt. Rökin fyrir því að þetta væri vond ákvörðun hjá ríkissaksóknara voru […]

Mánudagur 12.11 2012 - 20:27

Dómstjórinn sem kom af fjöllum

Fréttablaðið hefur birt grein okkar Aðalheiðar Ámundadóttur um upplýsingamál og samskipti við Héraðsdóm Reykjaness.  Nú hefur Þorgeir Ingi Njálsson sótt um stöðu Hæstaréttardómara. Við erum að tala um mann sem fyrir nokkrum mánuðum vissi ekki, eða þóttist ekki vita, að almenningur ætti rétt á aðgangi að dómum í opinberum málum. Hér er greinin sem birtist í Fréttablaðinu: Opinberar […]

Mánudagur 05.11 2012 - 12:54

Neyðarkallar með gasgrímur

Mér er vel við slysavarnarfólk og starfsemi björgunarsveitanna. Ekki bara vegna þess að þeirra vegna er mér rórra þegar ævintýramenn sem mér þykir vænt um eru prílandi  uppi um fjöll og firnindi, heldur líka af því að þessi félög  eru svo greinilegt dæmi um það hvernig hægt er að halda uppi mikilvægri samfélagsþjónustu með sjálfboðastarfi. […]

Föstudagur 26.10 2012 - 23:33

Hið augljósa samhengi

Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki.  Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics