Færslur fyrir flokkinn ‘Lögregla og dómsmál’

Þriðjudagur 12.03 2013 - 21:12

Er löggan undirmönnuð?

  Löggan er með mann í fullu starfi við að hanga á facebook. Í fullu starfi, auk þess sem 12 til viðbótar sinna síðunni í hjáverkum. Eruði ekki að djóka? Hvernig getur það verið fullt starf að uppfæra snjáldursíðu 3-5 sinnum á dag og svara 1-2 fyrirspurnum? Og hvernig getur stofnun sem segist vera undirmönnuð réttlætt slíka […]

Föstudagur 01.03 2013 - 13:59

Jæja Vigdís – byrjum á Dyflinnarreglunni

Vigdís Hauksdóttir heldur áfram að opinbera kjánaskap sinn í útvarpsviðtali um afstöðu hennar til flóttamanna.  Bullið í henni er efni í heila pistlaröð. Byrjum á þeirri vondu réttlætingu fyrir mannvonsku sem í daglegu tali er kölluð Dyflinnarreglan. Ekki skylda heldur heimild Vigdís staðhæfir að samkvæmt Dyflinnarreglugerð Evrópusambandsins beri Íslendingum að vísa flóttamönnum til annara Evrópulanda. Þetta er ósatt. […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 09:44

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV) Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna. Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja […]

Þriðjudagur 26.02 2013 - 12:16

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Ekkert eftirlit Enn veit almenningur ekkert hvort eftirlit með hlerunum er yfirhöfuð viðhaft. Ríkissaksóknari getur engu svarað og vísar á […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 21:56

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 14:02

Hvort viltu nauðgun eða líkamsmeiðingar?

Umræðan um nýlegan dóm hæstaréttar er áhugavert dæmi um þann árangur sem kennivald kvenhyggjunnar hefur náð. Réttarkerfi sem fær standpínu af tilhugsuninni um að negla mótorhjólagengi, hlýtur umsvifalaust að leggjast á sveif með meintum vítisenglavinum ef þeir eru kynferðisglæpamenn. Sá sem bendir á að óskilorðsbundnir fangelsisdómar upp á fjögur til fimm og hálft ár (samanlagt átján og […]

Þriðjudagur 05.02 2013 - 14:49

Er kynferðisofbeldi verra en líkamsmeiðingar?

Endurbirt með leiðréttingum kl.17.15 ———- Hvernig í ósköpunum komast menn að þeirri niðurstöðu að það sé ekki kynferðisbrot að vaða með fingur inn í leggöng og endaþarm þolandans? Ég skildi það ekki – þessvegna las ég dóminn. Dómur hæstaréttar í máli nr 521/2012 er mikil lesning, ríflega 120 blaðsíður og vekur satt að segja fleiri […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 12:39

Þarf löggan heimild til að nota tálbeitur?

Það þurfti engar „forvirkar rannsóknarheimilidir“ til að koma upp um glæpastarfsemi Vítisengla. Það þurfti engar tálbeitur til að koma upp um Karl Vigni og aðra stórtæka barnanauðgara. Það var heldur ekki neinn skortur á valdheimildum sem réði því að það tók þá viku að sækja sönnunargögn Kastljóssins gegn Karli Vigni. Sú afsökun að umfang efnisins […]

Mánudagur 14.01 2013 - 03:10

Andfeminismi og nafnbirtingar

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um réttmæti þess að fjölmiðlar birti nöfn grunaðra glæpamanna og myndir af þeim. Eins eru skiptar skoðanir um það hvort beri að nota orðalagið „meint kynferðisbrot“ frekar en að slá því föstu að brot hafi verið framið. Mál Karls Vignis Fyrir liggur að barnaníðingurinn Karl Vignir Þorsteinsson hefur, auk […]

Föstudagur 11.01 2013 - 20:17

Guðrún hjá Stígamótum og mannréttindin

Í umræðunni um mál Karls Vignis Þorsteinssonar hefur Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum viðhaft ummæli sem vert er að staldra við. Þau eru þess efnis að mannréttindi þeirra barna sem eru í hættu hljóti að vega þyngra en mannréttindi barnaníðinga. Þetta er undarleg útlegging á mannréttindahugtakinu. Mannréttindi eru réttindi sem fjöldi þjóða hefur bundist samkomulagi um […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics