Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti sem væri vel við hæfi að sýna í barnatíma RÚV. Barn á grunnskólaaldri spyr foreldra sína og kennara; „hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“ Fullorðna fólkið upplýsir barnið um að heimurinn væri þá eitt stórt alræðisríki þar sem hugmyndin um manngildi væri ekki til, flestir lifðu við sárafátækt, […]
Hin svokölluðu skáld. Eru skáldin virkilega „svokölluð“? Yfirskrift þessa menningarviðburðar endurspeglar þá hugmynd að hefðbundinn kveðskapur sé harla lítils metinn, gott ef ekki fyrirlitinn. Ég held nú reyndar að almenningur sé frekar jákvæður gagnvart hefðbundnum kveðskap og það séu einkum tveir mjög litlir hópar sem leggja lítið upp úr listrænu gildi bragformsins. Hugsanlega þrír hópar en ég […]
Aðventuljósin, stjaki með sjö kertum sem mynda tind, eru oft kölluð „gyðingaljós“ á Íslandi enda telja margir þau tengd ljósahátíð gyðinga. Þessar vinsælu aðventuskreytingar hafa þó litla ef nokkra tengingu við gyðingdóm. Aðventuljósin eru upprunnin í Svíþjóð. Þar var siður í sveitum að setja kertaljós í glugga frá Lúsíuhátíðinni þann 13. desember og fram […]
Ef á annað borð er hægt að hugsa sér fánýtari dægradvöl en ljóðagerð, þá eru ljóðaþýðingar það fyrsta sem mér kemur í hug. Og að velja í þokkabót meira en 200 ára gamlan kveðskap við tónlist sem fáir geta sungið, það er náttúrulega bilun. Á hinn bóginn er skynsemi ofmetin. Og Bellman yndi. Sem ég […]
Kannski er hugmyndin um áhrifamátt bundins máls á undanhaldi en hún hefur lengst af verið áberandi í íslenskri menningu. Hún birtist til að mynda í galdratrú þar sem ákvæðakveðskapur skipar stóran sess og eins hefur skáldskapur löngum þótt áhrifarík leið til að kveða niður drauga. „Meiðyrðamál“ Íslendingasagna voru gegn skáldum sem höfðu ort níð. Þar […]
Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát. Væluskjóða, grenjuskjóða, klöguskjóða, fýlupoki, frekjudós, frekjudolla, frekjutuðra, sorabelgur (einnig nautnabelgur en það er nú kannski ekki beinlínis neikvætt) Kannski er tengt þessu orðatiltækið að fá á baukinn? Baukur er þá kjaftur og hugmyndin líklega sú […]
Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]
Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu. Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér […]
Því miður ríkir lítill metnaður gagnvart málfari og ritstíl á íslenskum fjölmiðlum og daglega birta íslenskir netmiðlar erlendar fréttir og greinar sem eru svo illa þýddar að maður fer hjá sér af skömm yfir því að verða vitni að öðru eins. Hér eru nokkur nýleg dæmi. Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield […]
_____________________________________________________________________________________ Nýverið sagði Brynjar Níelsson í útvarpsviðtali á Harmageddon að hinar skapandi greinar dældu peningum úr ríkissjóði. Það er ekki alveg rétt. Eins og spyrillinn benti honum á er hægt að reikna það út og niðurstaðan er sú að skapandi greinar velta jafn miklu og álframleiðsla. Nokkrum dögum síðar bárust svo fréttir af því að […]