Færslur fyrir flokkinn ‘Allt efni’

Föstudagur 07.06 2013 - 09:52

Ég hef hatað karlmenn

Ég hef hatað karla. Ekki í þeirri merkingu að ég vildi útrýma karlkyninu en ég hef orðið svo sár út í svo marga karlmenn að í mörg ár taldi ég vissara að mæta hverjum þeim manni sem ég hefði hugsanlega getað hrifist af með yfirdrifinni tortryggni og kaldhæðni.  Ég hélt að ef ég reiknaði með […]

Fimmtudagur 06.06 2013 - 10:18

Sérstaka skatta á karlmenn?

Hvergi í heiminum hefur dólgafeminismi blómstrað eins vel og í Svíþjóð enda er það Svíþjóð sem Íslendingar líta til í jafnréttismálum. Nú hefur jafnréttisnefnd Umeå lagt til að tekinn verði upp sérstakur jafnréttisskattur sem eingöngu verði lagður á karlmenn. Tilgangurinn er sá að jafna tekjur en meðaltekjur kvenna eru lægri en meðaltekjur karla. Að vísu […]

Miðvikudagur 05.06 2013 - 09:07

8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði

Femínistar vinna konum í klám- og kynlífsiðnaði tjón með forræðishyggju sinni og óumbeðnum björgunaraðgerðum. Þessu fólki (aðallega konum) er auk þess sýnt algert virðingarleysi þegar gervivísindamenn og sjálfskipaðir siðapostular úr röðum feminista skipuleggja ráðstefnur um klám og kynlífsiðnaðinn, gjarnan í samvinnu við opinberar stofnanir, án þess að nokkrum sem vinnur í þessum geira sé boðið […]

Þriðjudagur 04.06 2013 - 10:05

7. Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig

Femínismi er fullur af innri mótsögnum. Kannski er sú kjánalegasta að þrátt fyrir þá fullyrðingu að feminismi sé jafnréttisstefna merkir orðið sjálft „kvenhyggja“ enda líta feministar á jafnréttissinna sem óvini. Feministar svara gagnrýni gjarnan með því að það sé ekkert hægt að setja feminisma undir einn hatt því stefnurnar séu svo margar. Þannig virðist ekki […]

Mánudagur 03.06 2013 - 17:49

Ný rannsóknarskýrsla

  Það stendur ekki utan á þér hvort þú trúir á Davíð. En þú finnur, að lífið þitt verður dýrmætara. Þá ertu fær um að geta elskað Davíð, grátið og hlegið. Fær um að geta fyrirgefið hrunstjórninni. Kannt að samgleðjast auðmönnum, þegar þeir fá fyrirtækin sín aftur á silfurfati, í stað þess að öfunda þá. […]

Mánudagur 03.06 2013 - 00:32

Stærstu mistök Reykvíkinga

Í upphafi 19. aldar var Reykjavík varla meira en þorp.  Þar bjó rjómi þjóðarinnar, athafnamenn og harðduglegt fólk sem byggði upp þessa menningarborg sem Reykjavík er í dag. Meirihluti Íslendinga var þó búsettur úti á landi. Á þeim tíma bjó vinnufólk við vistarband. Það merkti að þeim sem ekki höfðu jörð til umráða var skylt […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 15:50

6. Feminismi firrir konur ábyrgð

Fórnarlambsvæðingin firrir konur ábyrgð.  Það er ekki bara ósanngjarnt að fólk sæti minni ábyrgð í skjóli kynferðis síns heldur er það líka til þess fallið að viðhalda veikari stöðu kvenna á sumum sviðum. Ríkjandi er tilhneiging til þess að líta á afbrotakonur og konur sem eru í óreglu sem veikgeðja fórnarlömb sem hafi „leiðst út […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 10:30

5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb

Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb sem feministar þurfi að hafa vit fyrir, stjórna og bjarga. Þetta birtist skýrast í umræðunni um kynlífsiðnaðinn og staðgöngumæðrun. Lög eru sett til þess að vernda konur frá sínum eigin ákvörðunum. Ekki má þó refsa gleðikonum og staðgöngumæðrum heldur á að refsa viðskiptavinum þeirra. Svona lítum við einmitt á […]

Laugardagur 01.06 2013 - 22:03

Árni Páll eftir 5 vikur undir feldi

  Árni Páll Árnason hefur nú  legið undir feldi í fimm vikur og reynt að botna í því hversvegna í ósköpunum Samfylkingin beið afhroð í kosningunum.  Niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Kjósendum finnst ekki gaman að vera að kikna undan skuldaklafanum og fatta bara ekki hvað Samfó hefur náð miklum árangri í efnahagsmálum. Samfó gleymdi að tala […]

Laugardagur 01.06 2013 - 10:30

4. Feminisminn lítur á karla sem illmenni

Fjórða ástæðan til að uppræta feminisma er sú að feministar líta á karla sem skúrka sem eru líklegir til að meiða konur og nauðga þeim. Þetta viðhorf nær jafnvel til smábarna. Þess sjást meira að segja merki á Íslandi. Reyndar viðurkenna feministar ekki þessa afstöðu sína. Í orði kveðnu líta þær svo á að karlar séu […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics