Þriðjudagur 04.06.2013 - 10:05 - FB ummæli ()

7. Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig

Femínismi er fullur af innri mótsögnum. Kannski er sú kjánalegasta að þrátt fyrir þá fullyrðingu að feminismi sé jafnréttisstefna merkir orðið sjálft „kvenhyggja“ enda líta feministar á jafnréttissinna sem óvini. Feministar svara gagnrýni gjarnan með því að það sé ekkert hægt að setja feminisma undir einn hatt því stefnurnar séu svo margar. Þannig virðist ekki mega nota orðið feminsmi ef maður er ósammála en fjöldi stefna þvælist hinsvegar ekkert fyrir þegar tekið er undir með þekktum feministum.  Þrátt fyrir stefnufjöldarökin eru þeir sem samkvæmt skilgreiningum gætu talist jafnræðis-feministar, svo flokkaðir  sem and-feministar af kynjafræðingum.

Mótsagnirnar æpa á mann allstaðar. Þrátt fyrir hina feminisku skilgreiningu á klámi, kynferðislegt efni sem felur í sér skýra undirskipun og yfirskipun, telja feministar allt frá tónlistarmyndböndum og niður í bleika legókubba vera hluta af „klámvæðingunni“.  Einnig er þversögn í þeirri undarlegu speki að það sé ægilegt vandamál að stelpur séu ekki á kafi í strákamenningu á sama tíma og kvartað er um að menning stelpna sé álitin ómerkileg. Mörg fleiri dæmi mætti nefna.

Auk þess sem feminisminn er er engan veginn sjálfum sér samkvæmur er það regla fremur en undantekning að ef maður gagnrýnir eitthvað sem kvenhyggjukona segir þá fær maður oftast þau svör að hún hafi meint eitthvað allt annað en það sem hún sagði.

 

femugla7

Stuttar færslur um 33 ástæður til að uppræta femnisma verða birtir jafnt og þétt í sumar. Þessir eru þegar komnir í loftið:

33 ástæður til að uppræta feminisma
1. Við þurfum ekki feminisma til að tryggja jafnrétti
2. Grundvöllur feminismans er lygi
3. Feminismi notar lygar í áróðursskyni
4. Feminisminn lítur á karlmenn sem illmenni
5. Feminisminn lítur á konur sem fórnarlömb
6.  Feminismi firrir konur ábyrgð
7.  Feminisminn er í stöðugri mótsögn við sjálfan sig
8. Feminismi skaðar konur í kynlífsiðnaði
9.  Feministar takmarka sjálfsákvörðunarrétt kvenna
10.  Feminisk áhrif veikja réttaröryggi sakborninga
11. Feministar nota háskóla til að breiða út gervivísindi
12. Feminismi er ríkisstyrkt valdanet
13.  Feministar vilja fá að stunda trúboð í skólum
14.  Feminismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun
15. Feminismi er kvennamenningu fjandsamlegur
16. Feminismi er nýhreintrúarstefna
17. Feministar vilja ákveða normin í kynferðismálum
18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald
19. Feminismi vinnur gegn kvenréttindum
20. Feminismi er dólgapólitík
21. Feminismi er hugsjónastríð
22. Feministar sinna þjónustu sem ætti að vera í höndum fagfólks
23. Feminismi er fasísk hugmyndafræði
24. Feministar hafa ranghugmyndir um norm samfélagsins
25. Feminismi einkennist af pólitískum rétttrúnaði
26. Feministar rangtúlka listaverk í áróðursskyni
27. Feministar eru með klám á heilanum
28. Feministar vilja ráða því hvað skuli teljast valdeflandi
29. Feministar ýkja tölur um kynbundinn launamun
30 Feministar styðja kynbundna mismunun
31 Feminismi vinnur gegn lýðheilsumarkmiðum
32 Feminismi nærir sorpblaðamennsku
33 Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

 

Flokkar: Allt efni · Kynjapólitík
Efnisorð: , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics