Um daginn skrifaði ég grein þar sem ég nefndi dæmi um það hvernig kennivald kvenhyggjunnar er smámsaman að yfirtaka fjölmiðla. Ég vissi samt ekki þá hversu langt þessi þróun er komin en Harmageddonmálið varpar enn nýju ljósi á það. Fyrst féll ég fyrir Harmageddongríninu og hélt að stjórnendur þáttarins hefðu í alvöru gert svona feit […]
Eins og ég hef fjallað um í pistlunum sem ég tengi á hérna neðst, er meginmakmið feminista að koma á nýju kennivaldi, kennivaldi kvenhyggjunnar. Í því skyni vinna kvenhyggjusinnar markvisst að því að yfirtaka alla umræðu og orðræðu sem snertir kynjamál. Einn þátturinn í þeirri viðleitni felst í endurtúlkun bókmennta og annarra lista. Ég mun […]
Ég féll fyrir Harmageddongríninu. Ég hlustaði á viðtalið og hugsaði „rassgat og alnæmi, er þetta ekki grín?“ en trúði samt. Var byrjuð að skrifa Frosta skammarbréf þegar mér var bent á að dónagaurinn kallaði sig Millz. Ég skil ekki hvernig mér gat yfirheyrst það. Í framhaldinu benti Snjáldurvinur mér svo á þessa stuttu úttekt á lögmáli Poes. […]
Þrátt fyrir að ég tæki það skýrt fram í pistli mínum í gær að ég væri ekki að kalla eftir gagnrýni á Erp Eyvindarson eða ætlast til þess að feministar gagnrýndu annað en þeim bara sýnist, hafa viðbrögðin að miklu leyti snúist um það hvort eigi að gagnrýna Erp og hvort það séu þá feministar […]
Þegar ég sá þetta myndband átti ég von á því að feminstar myndu brenna Erp Eyvindarson á báli. Erpur flokkast sem fyrirmynd og þarna kemur hann fram, fullorðinn tónlistarmaður, eins og hani í hæsnahóp, með hóp af framhaldsskólastelpum í heita pottinum. Hann talar svo um þær sem „fýsur“ og segist hafa skráð sig í fjarnám […]
Nú er bara tæpur mánuður til jóla og eitt af því sem einkennir aðventuna er örlæti og kærleikur í garð fátækra og hrjáðra. Við getum auðvitað kallað það hræsni að leggja sérstaka áherslu á mannúðarstarf einn mánuð á ári en það hlýtur þó að vera skárra að almenningur sé meðvitaður um eymd meðbræðra sinna einu […]
Enn einu sinni er fólk farið að deila hysteríustatus sem segir að facebook eigi rétt á myndunum okkar. Þetta er þvæla og af því tilefni birti ég nú pistil frá því í apríl í fyrra. ——————– Nei elskan. Facebook mun ekki öðlast útgáfurétt á fjölskyldumyndunum þínum á morgun. Andlitið á þér verður ekki notað í […]
Hugleikur Dagsson er skemmtilegur listamaður. Ég kaupi bækurnar hans handa fermingarbörnum. Og nei, ég hef ekki áhyggjur af því að ungviðið misskilji samfélagsádeilu Hugleiks og haldi að hann sé að mæla með fjöldamorðum og barnaníði. Og Hugleikur er ekki bara góður listamaður. Hann er líka svo góður strákur. Það hefur hann sjálfur staðfest. Hulli er […]
Þessi grein tilheyrir pistlaröð um kennivald kvenhyggjunnar. Tenglar á fyrri pistla í röðinni eru í lok greinarinnar. —— Hreyfing sem stefnir að því að koma á kennivaldi, gerir sér far um að yfirtaka alla umræðu sem snertir áhugasvið hennar. Einn mikilvægasti áfanginn á þeirri vegferð er sá að yfirtaka fjölmiðlaumfjöllun og þar hafa íslenskir feministar […]
Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum. Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf […]