Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin’

Föstudagur 15.03 2013 - 22:12

Margaríta og bjánakeppir mánaðarins

__________________________________________________________________________________________ Stjórnarskrártillagan er ekki fullkomin. En það er gamla stjórnarskráin ekki heldur. Ef út í það er farið eru í gildi margar stórgallaðar lagagreinar á Íslandi, sumar stríða jafnvel beinlínis gegn stjórnarskránni, sumar stríða gegn mannréttindasáttmálum. Engum dettur þó í hug að við eigum bara að hætta að setja lög fyrr en fullkomnar lagagreinar hafa […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 15:13

Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur

_______________________________________________________________________________ Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi.   Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið. Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 09:44

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV) Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna. Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 13:43

Trúnaðarmál

Ég játa. Mér varð það á að hlæja þegar ég sá þetta. En þetta er ekki fyndið og glottið breyttist í grettu þegar ég hugsaði um það hverskonar upplýsingar þeir sem ekki kunna á facebook gætu óvart sett á opinn vegg. Ég get hlegið að þessu af því að þarna kom ekkert fram sem hefði […]

Laugardagur 09.02 2013 - 13:49

Ríkisstjórnin tilnefnd til Steingrímunnar

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru skref í átt að lýðræði. Það er þó til lítils að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekkert er gert með niðurstöðu hennar. Helstu rökin gegn þjóðaratkvæðagreiðslum eru þau að almúganum sé ekki treystandi fyrir mikilvægum ákvörðunum. Við þurfum mannvitsbrekkurnar 63 sem sitja á Alþingi til þess að passa upp á okkur. Ef málum er […]

Laugardagur 26.01 2013 - 13:25

Af öfgastefnu vinstri grænna

Undarleg finnst mér umræðan um Vg sem róttækan vinstri flokk eða jafnvel öfgasinnaðan vinstri flokk. Ég bý í Bretlandi. Hér borgar almenningur ekki eitt penný fyrir komu á heilsugæslustöð. Ekki heldur fyrir komu á bráðamóttöku. Ég fór í krabbameinsskoðun nýlega, þurfti ekkert að borga þar og ekki fyrir blóðrannsókn heldur. Og nei, það er ekki […]

Þriðjudagur 22.01 2013 - 13:46

Múslimaplágan

Í tilefni af umræðu síðustu daga, þar sem nokkuð hefur borið á því viðhorfi að margháttuð vandamál fylgi „þessu fólki“, ætla ég að birta pistil sem ég skrifaði í febrúar 2011.     Múslimaplágan Múslimar eru að yfirtaka heiminn. Í alvöru. Þetta fjölgar sér eins og kanínur og eins og fram kemur hér, má reikna […]

Sunnudagur 20.01 2013 - 16:08

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

    Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um flóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því. Einhverjir telja þó […]

Fimmtudagur 17.01 2013 - 22:01

Fjör hjá flóttatúristum

Að vera flóttamaður er góð skemmtun. Flóttamenn eru í raun og veru túristar í dulargervi. Þeir ljúga upp allskonar sögum um að í heimalöndum þeirra ríki stríð eða ólýðræðislegir stjórnarhættir með skoðanakúgun og óeðlilegum afskiptum stjórnvalda. Minnihlutahópar séu ofsóttir, fólk sé fangelsað fyrir skoðanir sínar, þvingað í hjónabönd gegn vilja sínum, fái ekki sanngjarna málsmeðferð […]

Laugardagur 15.12 2012 - 15:44

Skyggnulýsing 2

Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics