Færslur með efnisorðið ‘Fávitar’

Þriðjudagur 01.04 2014 - 10:30

Nokkur trix sem asnar beita í umræðum

Internetið hefur þann kost að allir geta tjáð sig. En því fylgir sá ókostur að asnar eiga auðvelt með að halda uppi vondri umræðu og eyðileggja góða umræðu. Ef þú ert asni og vilt líta vel út á netinu í augum annarra asna, þá skaltu nota eftirfarandi trix. Beittu ritskoðun. Ekki með því að sía […]

Laugardagur 30.11 2013 - 15:33

Svínshausarasismi

Nei elskurnar, það á ekki að refsa fólki fyrir að vera fífl. Í fyrsta lagi eru rökin fyrir ritskoðun og annarri skerðingu tjáningarfrelsis alltaf þau að uppræta þurfi hættuleg viðhorf eða koma í veg fyrir að þau nái fótfestu. Í okkar samfélagi vilja góðir menn þagga niður í þeim sem hatast við samkynhneigð. Í mörgum […]

Föstudagur 22.03 2013 - 12:50

Að vera gjaldþrota

_____________________________________________________________________________ Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt? Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað. Það kann ekkert nema að rækta korn. Það kann ekki einu sinni að lesa. Við aftur á móti erum háþróuð. Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí. En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma? […]

Föstudagur 15.03 2013 - 22:12

Margaríta og bjánakeppir mánaðarins

__________________________________________________________________________________________ Stjórnarskrártillagan er ekki fullkomin. En það er gamla stjórnarskráin ekki heldur. Ef út í það er farið eru í gildi margar stórgallaðar lagagreinar á Íslandi, sumar stríða jafnvel beinlínis gegn stjórnarskránni, sumar stríða gegn mannréttindasáttmálum. Engum dettur þó í hug að við eigum bara að hætta að setja lög fyrr en fullkomnar lagagreinar hafa […]

Þriðjudagur 26.02 2013 - 12:16

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Ekkert eftirlit Enn veit almenningur ekkert hvort eftirlit með hlerunum er yfirhöfuð viðhaft. Ríkissaksóknari getur engu svarað og vísar á […]

Mánudagur 18.02 2013 - 16:30

Þungvæg orð karla

  Gamalmennisraus hins fallna konungs hefði sennilega litla athygli fengið nema vegna þess að karlinn var dónalegur við konu. Karlana í röðum Vg og gamla Alþýðubandalagsins kallar ritstjórinn klókindamenn, gullkistuvörð, dráttarklár, leyniskjalaverði, samsærisbræður, og vísar til gamalla orða formannsins um Davíð sjálfan sem gungu og druslu. Hann kallar forseta lýðveldisins að vísu ekki Óla grís […]

Föstudagur 15.02 2013 - 18:43

Vigdís Hauksdóttir er hætt að vera fyndin

Mér hefur löngum þótt það fyndinn gjörningur hjá Framsóknarflokknum að koma Vigdísi Hauksdóttur á þing. En nú er þetta hætt að vera fyndið. Ég er of reið til að skrifa um þetta í augnablikinu án þess að hætta á að segja eitthvað sem ég gæti séð eftir. Það hlýtur að koma að því að adrenalínflæðið […]

Sunnudagur 20.01 2013 - 16:08

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

    Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um flóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því. Einhverjir telja þó […]

Fimmtudagur 17.01 2013 - 22:01

Fjör hjá flóttatúristum

Að vera flóttamaður er góð skemmtun. Flóttamenn eru í raun og veru túristar í dulargervi. Þeir ljúga upp allskonar sögum um að í heimalöndum þeirra ríki stríð eða ólýðræðislegir stjórnarhættir með skoðanakúgun og óeðlilegum afskiptum stjórnvalda. Minnihlutahópar séu ofsóttir, fólk sé fangelsað fyrir skoðanir sínar, þvingað í hjónabönd gegn vilja sínum, fái ekki sanngjarna málsmeðferð […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics