Færslur með efnisorðið ‘Kennivald’

Mánudagur 13.01 2014 - 11:43

Ljósmæður komnar í feministaruglið

Skapabarmaaðgerðum fjölgaði mjög í Bretlandi á árunum 2004-2011. Árið 2011 var gerð ein slík aðgerð þar á hverjar 12500 konur á aldrinum 15-49 ára. Ef hlutfallið er svipað á Íslandi merkir það að árlega fara 6 konur í skapabarmaaðgerð á Íslandi. Nú hafa ljósmæður ítrekað mælt gegn lýtaaðgerðum á kynfærum. Það er þarft verk að […]

Miðvikudagur 11.12 2013 - 15:37

Hildur Lilliendahl og hatrið á netinu

Tjáningarfrelsi þitt nær ekki lengra en svo að um leið og þú ert farinn að valda öðrum sársauka og þjáningum, þar lýkur því. Svo mælti Hildur Lilliendahl í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Tilefnið var fundur, á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, um hatursorðræðu á netinu.   Netdólgur pönkast á netdólgum Hildur Lilliendahl er með umdeildari konum. […]

Miðvikudagur 13.11 2013 - 16:28

Vantrúin, heilsufrelsið og umræðan

Ég er trúleysingi en trúi á galdur. Þetta virðist vera þversögn. Það sem ég á við er þetta; ég trúi ekki á „yfirnáttúru“ en ég held að mannshugurinn geti haft áhrif á veruleikann. Við tölum um það sem við skiljum ekki sem eitthvað „dularfullt“ en hvað eftir annað varpa vísindin dulúðinni af því sem vekur […]

Fimmtudagur 17.10 2013 - 17:13

Meira um góða fólkið

Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem […]

Þriðjudagur 18.06 2013 - 10:05

18. Feminismi er að festa sig í sessi sem kennivald

Feministahreyfingin hefur á nokkrum áratugum öðlast kennivald á ýmsum sviðum. Skýrast kemur þetta fram í umfjöllun fjölmiðla um kynferðisofbeldi, vændi og klám. Hugmyndir feminista um orsakir þess, umfang og afleiðingar eru sjaldan dregnar í efa og aldrei hef ég séð blaðamenn ganga eftir gögnum um staðhæfingar þeirra, sama hversu vitlausar þær eru. Kennivaldið birtist einnig […]

Þriðjudagur 12.02 2013 - 14:55

Eigi skal efast

Viðbrögðin við hæstaréttardómnum í vítisenglamálinu, sem engir vítisenglar voru viðriðnir, afhjúpar þá útbreiddu skoðun að kynferðisbrot séu annars eðlis og miklu alvarlegri en annað ofbeldi. Síðustu daga hef ég nefnt ýmis dæmi um ofbeldi sem ekki telst kynferðisbrot en felur engu að síður í sér niðurlægingu og brot gegn sjálfsákvörðunarrétti fórnarlambsins.  Ég hef spurt hversvegna […]

Miðvikudagur 06.02 2013 - 14:02

Hvort viltu nauðgun eða líkamsmeiðingar?

Umræðan um nýlegan dóm hæstaréttar er áhugavert dæmi um þann árangur sem kennivald kvenhyggjunnar hefur náð. Réttarkerfi sem fær standpínu af tilhugsuninni um að negla mótorhjólagengi, hlýtur umsvifalaust að leggjast á sveif með meintum vítisenglavinum ef þeir eru kynferðisglæpamenn. Sá sem bendir á að óskilorðsbundnir fangelsisdómar upp á fjögur til fimm og hálft ár (samanlagt átján og […]

Laugardagur 15.12 2012 - 15:44

Skyggnulýsing 2

Ég taldi víst að fáir hefðu áhuga á úttekt minni á kennsluefni kynjafræðinnar um svokallaðan „and-feminisma“ en það er öðru nær. Þessi pistill er búinn að fá þúsundir flettinga. Mér hefði þótt skemmtilegt að krefjast lykilorðs fyrir allar skyggnulýsingarnar en þar sem áhuginn er meiri en ég átti von á, ákvað ég að birta þá […]

Þriðjudagur 11.12 2012 - 20:22

Fánaberar fávísinnar

Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér […]

Mánudagur 03.12 2012 - 22:54

Harmageddon og kennivald kvenhyggjunnar

Um daginn skrifaði ég grein þar sem ég nefndi dæmi um það hvernig kennivald kvenhyggjunnar er smámsaman að yfirtaka fjölmiðla.  Ég vissi samt ekki þá hversu langt þessi þróun er komin en Harmageddonmálið varpar enn nýju ljósi á það. Fyrst féll ég fyrir Harmageddongríninu og hélt að stjórnendur þáttarins hefðu í alvöru gert svona feit […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics