Sigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. 1. Eins og Mörður […]
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði innanríkisráðherra að minnisblað um tiltekna hælisleitendur samræmdist ekki neinum gögnum sem til séu hjá ráðuneytinu. Eðlilegast er að túlka þessi orð Hönnu Birnu á þann veg að blaðið hafi verið samið utan ráðuneytisins. Hafi hún átt við eitthvað annað, svosem það að blaðið hafi einhverntíma verið til en sé það […]
Þetta viðtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur er einhver aumasta tilraun til yfirklórs sem ég hef nokkurntíma orðið vitni að. Fyrst talar hún um að fjölmiðlar hafi vitnað í „minnisblað úr ráðuneytinu“. Svo heldur hún því fram að búið sé að sýna fram á að blaðið hafi ekki farið úr ráðuneytinu. Þetta er þversögn. Enginn annar en […]
Ráðsnilld íslenskra stjórnvalda er með ólíkindum þegar þau vilja losna við flóttamenn. Oftast er Dyflinnarsamkomulagið misnotað til þess að troða flóttamanninum upp á ríki sem þegar taka við miklu fleira fólki en þau ráða við. Það sem gerist þá er að Útlendingastofnun sendir þarlendum stjórnvöldum erindi þess efnis að hún telji að hinu ríkinu beri […]
Eini fjölmiðillinn sem hefur lagt sig fram um að knýja fram svör varðandi leka Innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum er DV. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þessar: 1 Blaðamenn (og reyndar fleiri) hafa undir höndum minnisblað með trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur. Minnisblaðið ber þess öll merki að vera skrifað í Innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður ráðherra, neitar því […]
Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fréttir af máli hælisleitandans Tony Omos frá Nígeríu. Komið hefur fram að samkvæmt trúnaðargögnum sem starfsmaður Innanríkisráðuneytisins lak í fjölmiðla hafi Útlendingastofnun vísað manninum úr landi þrátt fyrir að hann sé grunaður um aðild að mansali. Mansal er glæpur sem einn og sér varðar 12 ára fangelsi og verður að […]