Færslur með efnisorðið ‘Staðalmyndir’

Fimmtudagur 13.03 2014 - 10:30

Á hvaða leið eru Píratar?

Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega. Ég sé ekki eftir því að hafa kosið Pírata. Þingmenn okkar hafa staðið sig prýðilega og ég treysti þeim ennþá, en ég væri ánægðari með sjálfa mig ef ég hefði […]

Sunnudagur 17.11 2013 - 15:35

Eignarhaldið á píkunni

Íslenskan á mikinn fjölda gegnsærra orða. Þar á meðal orðin „lýtaaðgerð“ og „fegrunaraðgerð“. Yfirleitt hafa lýtaaðgerðir þann tilgang sem orðið lýsir; að laga það sem talið er lýti. Tilgangur þeirra aðgerða sem lýtalæknar fremja getur verið læknisfræðilegur, t.d. ef slöpp húð myndar fellingar sem eykur hættu á sveppasýkingum og húðsjúkdómum, en oftast er markmiðið að […]

Sunnudagur 11.08 2013 - 14:23

Hvar á arabinn að pissa?

Setjum sem svo að einhver opni veitingastað og merki salernin með þessum myndum.         Mig grunar að það myndi ekki vekja almennan fögnuð. Flestir myndu spyrja hvaða tilgangi það ætti að þjóna að beina fólki á sitthvorn básinn eftir kynþætti og margir myndu einnig spyrja hvar fólk sem hefur útlitseinkenni asíubúa eigi þá […]

Fimmtudagur 20.12 2012 - 14:52

Af virðingu stofnana

Alþingi er virðuleg stofnun. Það er því sorglegt til þess að hugsa að þingmenn geri sig seka um að vanvirða þessa háborg lýðræðisins með því að klæðast að hætti óbreyttrar alþýðunnar. Þessháttar hegðun hefur t.d. Árni Johnsen gerst sekur um. Hugsið ykkur bara hvernig það væri með virðingu þingsins ef allir þingmenn hegðuðu sér eins […]

Þriðjudagur 27.11 2012 - 16:24

Hjálpum þeim, og þau munu hjálpa okkur

Nú er bara tæpur mánuður til jóla og eitt af því sem einkennir aðventuna er örlæti og kærleikur í garð fátækra og hrjáðra. Við getum auðvitað kallað það hræsni að leggja sérstaka áherslu á mannúðarstarf einn mánuð á ári en það hlýtur þó að vera skárra að almenningur sé meðvitaður um eymd meðbræðra sinna einu […]

Fimmtudagur 08.11 2012 - 15:14

Góður prinsessuskóli

Í dag ræða netverjar nýútkomnar föndurbækur fyrir börn. Bláa bókin er með myndum af drengjum sem stefna á að verða geimfarar og bleika bókin sýnir stúlkur að ryksuga. Ég hef ekki séð meira af þessum bókum en myndirnar sem sjá má hér en ef þetta er allt í þessum dúr þá er ég svosem ekkert hissa […]

Þriðjudagur 06.11 2012 - 13:40

Af hverju eru konur ekki hagyrðingar?

Fyrir daga internetsins lá ég stundum andvaka af áhyggjum af því að brageyra þjóðarinnar væri að fara til fjandans. Þeir  einu sem mér vitanlega ortu undir hefðbundnum bragarháttum voru svokallaðir hagyrðingar. Þetta voru mishnyttnir karlar, flestir komnir yfir fertugt, sennilega bændur eða a.m.k. hestamenn, sem köstuðu milli sín kersknivísum á þorrablótum og létu einstaka ferskeytlu […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics