Færslur með efnisorðið ‘Umhverfismál’

Þriðjudagur 08.10 2013 - 17:09

Moldarkofakenningin

Með því að smella á myndina og smella svo aftur er hægt að stækka hana.  

Fimmtudagur 08.08 2013 - 09:28

Íslenska aðferðin

Byggja sem flest hótel til að taka vel á móti ferðamönnum og gera allt sem hægt er til að laða sem flesta til landsins. Rukka þá svo (og einnig Íslendinga því ekki getum við mismunað fólki) fyrir aðgang að náttúrunni til að sporna gegn eyðilegginunni sem álagið hefur í för með sér. Væri ekki einfaldara […]

Föstudagur 21.06 2013 - 10:14

Sigurður Ingi er persónulega ábyrgur

  Í dag stóð til að Þjórsárver yrðu loksins friðlýst að því marki að náttúru landins yrði hlíft við Norðlingaveitu. Ekkert verður af þessari friðlýsingu í dag. Það er ákvörðun. Ekki óumflýjanleg örlög, tilviljun eða slys heldur upplýst, meðvituð ákvörðun. Sá sem ber mesta ábyrgð á þeirri ákvörðun heitir Sigurður Ingi Jóhannsson. Ekki einhver nafnlaus […]

Föstudagur 14.06 2013 - 15:15

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“. Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. […]

Sunnudagur 26.05 2013 - 16:19

Að gefa ríkisstjórninni séns

Nokkur dæmi um markmið nýrrar ríkisstjórnar Ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hefur sett sér metnaðarfull markmið. Hún ætlar m.a: …að vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar.  Samtímis ætlar hún að auka veg landbúnaðar þrátt fyrir að ofbeit sé ein helsta orsök jarðvegseyðingar og …stuðla að […]

Laugardagur 23.03 2013 - 16:53

Litla, gráa kisa

  Ég hef haldið því fram að þótt vinstri græn hafi brugðist á mörgum sviðum hafi þau þó amk staðið sig í umhverfismálum. Ég verð víst að éta það ofan í mig. Ég hef enga reynslu af fjallaferðum og veit ekki hvort slæm umgengni ferðamanna um landið er svo stórt vandamál að réttlætanlegt sé að […]

Laugardagur 26.01 2013 - 13:25

Af öfgastefnu vinstri grænna

Undarleg finnst mér umræðan um Vg sem róttækan vinstri flokk eða jafnvel öfgasinnaðan vinstri flokk. Ég bý í Bretlandi. Hér borgar almenningur ekki eitt penný fyrir komu á heilsugæslustöð. Ekki heldur fyrir komu á bráðamóttöku. Ég fór í krabbameinsskoðun nýlega, þurfti ekkert að borga þar og ekki fyrir blóðrannsókn heldur. Og nei, það er ekki […]

Föstudagur 19.10 2012 - 13:12

Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics