Færslur með efnisorðið ‘Umræðan’

Þriðjudagur 01.04 2014 - 10:30

Nokkur trix sem asnar beita í umræðum

Internetið hefur þann kost að allir geta tjáð sig. En því fylgir sá ókostur að asnar eiga auðvelt með að halda uppi vondri umræðu og eyðileggja góða umræðu. Ef þú ert asni og vilt líta vel út á netinu í augum annarra asna, þá skaltu nota eftirfarandi trix. Beittu ritskoðun. Ekki með því að sía […]

Mánudagur 25.11 2013 - 12:07

Hólmsteinn, lækin og feministarnir

Kæri Hannes Hólmsteinn Ég fyrirlít sumar pólitískar skoðanir þínar. Það er ekkert persónulegt. Ef ég sæi þig standa við stöðumæli og snúa vösunum út, myndi ég rétta þér tíkall. Ég fyrirlít samt brauðmolakenninguna, hugmyndina um einkavæðingu auðlinda, stóriðjustefnu og margt fleira sem öfgasinnaðir kapítalistar pilsfaldakapítalistar boða. Það er algengt að fólk yfirfæri óbeit sína á […]

Sunnudagur 24.11 2013 - 22:09

Grimmdin, heimskan og fimmstjörnu hótelin

Umræðan um mál stúlknanna sem sitja í fangelsi í Tékklandi fyrir kókaínsmygl gerir mig bæði sorgmædda og reiða. Eins og venjulega þegar málefni fanga ber á góma er ógeðið í umræðunni yfirþyrmandi. Það hlakkar beinlínis í sumum þeirra sem tjá sig um málið og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir illgirnina heldur freta henni […]

Miðvikudagur 02.10 2013 - 14:54

Nauðgunarlyf – þjóðsaga eða staðreynd?

Þau lyf sem oftast er talað um sem „nauðgunarlyf“ eru flunitrazepamlyf (þeirra þekktast er rohypnol) og GHB; ólöglegt deyfilyf sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal vöðvaræktarfólks, sem brennsluhvati. Miklum sögum fer af umfangi lyfjabyrlunar og lyfjanauðgana í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Rannsóknir staðfesta alls ekki þá hugmynd að þetta vandamál sé útbreitt. Hér er samantekt […]

Þriðjudagur 17.09 2013 - 19:51

Af nauðgaravinum og helgum meyjum

Þann 19. desember 2008 féll dómur við bæjardómstólinn í Herning í Danmörku. Sakborningur var 44 ára karlmaður að nafni Ejnar Nielsen.  Hann hafði ráðist á þáverandi kærustuna sína, lagt hníf að hálsi hennar og nauðgað henni.  Eða svo sagði hún og fyrir það var hann sakfelldur. Uns sekt er afsönnuð Áþreifanleg sönnunargögn voru engin. Konan […]

Mánudagur 02.09 2013 - 10:57

Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Ég er alls ekki að segja að […]

Laugardagur 13.07 2013 - 10:14

Norska aðferðin í fréttamennsku?

Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]

Mánudagur 08.07 2013 - 21:58

Skiljanleg viðbrögð löggunnar

[fb_video id=“10200167735496150″ height=“336″ width=“600″ ] Fyrstu viðbrögð lögreglunnar við þessu umtalaða myndbandi voru ummæli á ímyndarrunkssíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er bent á að fólki sé frjálst að leita réttar síns og staðfest að ríkissaksóknaraembættið muni skoða málið. Einnig segir: Af þessu myndskeiði er ekki hægt að segja til um hvaða samskipti áttu sér stað […]

Þriðjudagur 28.05 2013 - 15:38

Eiga þingmenn rétt á nærgætni?

  Í umræðunni um umræðuna er orðið einelti notað af óhóflegu örlæti. Borgarstjóri Reykjavíkur sagðist fyrir nokkrum vikum hafa verið lagður í einelti á borgarafundi þegar fundargestur sýndi honum ókurteisi og nú skilgreinir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir það sem einelti þegar margir gera grín að Vigdísi Hauksdóttur og Jóni Bjarnassyni. Þessi umræða er löngu komin út […]

Sunnudagur 26.05 2013 - 16:19

Að gefa ríkisstjórninni séns

Nokkur dæmi um markmið nýrrar ríkisstjórnar Ríkisstjórn Silfurskeiðabandalagsins hefur sett sér metnaðarfull markmið. Hún ætlar m.a: …að vinna að því að Ísland verði í fararbroddi í umhverfismálum á heimsvísu og öðrum þjóðum fyrirmynd á sviði umhverfisverndar.  Samtímis ætlar hún að auka veg landbúnaðar þrátt fyrir að ofbeit sé ein helsta orsök jarðvegseyðingar og …stuðla að […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics