Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Sunnudagur 20.03 2016 - 15:31

Pólitísk umræða á Íslandi

Ég setti litla færslu inná facebook í gærmorgun. Og nú sé ég þegar ég opna tölvuna að henni hefur verið deilt 70 sinnum. Mér finnst það benda til þess að ef til vill ættu þessar hugleiðingar mínar að vera aðgengilegar fleirum en vinum mínum á facebook. Færslan frá því í gær birtist hér að neðan: „Sú […]

Þriðjudagur 24.02 2015 - 15:10

Gjaldþrot Seðlabanka Íslands

Nú er til umræðu enn eitt atriðið er varðar gjaldþrot Seðlabanka Íslands, sem varð vegna gáleysislegra veðlána í aðdraganda hrunsins. Svo virðist sem 35 milljarðar hafi tapast vegna ónógra veða sem bankinn fékk gegn þrautarvararláni til Kaupþings örstuttu fyrir hrun. Nýjasta fréttin í því er að Davíð Oddsson, þá Seðlabankastjóri, virðist reyna að varpa af […]

Fimmtudagur 05.06 2014 - 00:35

Framsókn í ruslflokk

Það er eiginlega með hreinum ólíkindum að forsætisráðherra Íslands skuli ekki fortakalaust hafna hugmynd um að afturkalla byggingarleyfi fyrir bænahús tiltekins trúarhóps. Þessi hugmynd var helsta kosningamál Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Henni var fleytt fram með eftirfarandi formerkjum af  Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttir, oddvita lista Framsóknarflokksins (sjá hér) örfáum dögum fyrir kosningar: „Á meðan við erum með […]

Miðvikudagur 07.05 2014 - 19:03

Enn lækka þeir veiðigjöldin

Nú er nær ár liðið síðan ríkisstjórnin tók við. Enn bólar ekkert á hinum margboðuðu skuldaniðurfellingum. Síðast þegar forsætisráðherra var spurður átti það að vera jafn einfalt og að panta pítsu, og hægt væri að skila inn pöntunum 15. Maí. Nú virðist málið vera að daga uppi á Alþingi (sjá hér). Á sama tíma sé […]

Mánudagur 24.02 2014 - 16:09

Að segja satt

Einhvern veginn finnst mér þessi úrdráttur úr frétt RÚV ramma ágætlega inn umræðuna um að slíta viðræðum við ESB sem mér sýnist ansi mikill hiti um uppá Íslandi. „Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði þetta ein stærstu svik í íslenskum stjórnmálum. Birgir Ármansson, hefur hins vegar sagt að þetta séu ekki svik, heppilegra hefði þó […]

Mánudagur 17.02 2014 - 20:48

Seðlabankar og stjórnmál

Nú sé ég að einhver umræða er um hvernig skipan seðlabankastjóra í Bandaríkjunum er háttað (sjá hér). Svo virðist sem nafnlaus penni Viðskiptablaðsins virðist telja að það sé voða mikil samsvörun milli flokkapólitíkur og hver vermi stól „Chairman of the Federal Reserve“ í Bandaríkjunm. Ég vann við bandaríska Seðlabankan um 8 ára skeið og hef […]

Sunnudagur 16.02 2014 - 17:14

Sjálfstæði Seðlabanka

Allir, eða að minnsta kosti vel flestir, eru sammála um mikilvægi sjálfstæði seðlabanka, á sama hátt og nauðsynlegt þykir að dómstólar hafi sjálfstæði frá stjórnvöldum. Það þarf mjög mikið að gerast, til að mynda að seðlabanki fari á hausinn svo nemi hundruðum milljarða króna og allt fjármálalíf fari á annan endan, til að skynsamlegt geti […]

Fimmtudagur 13.02 2014 - 15:17

Pönkast á Seðlabankanum

Um daginn kynnti forsætisráðherra ´stærstu skuldaaðgerðir í heimi´að eigin sögn. Og nú gefur Seðlabanki Íslands út peningamál, en hann hefur lögbundið hlutverk að setja peningastefnu til að ná verðbólgumarkmiði. Sem gefur að skilja verður bankinn þá, lögum samkvæmt, að segja fólki hvernig stærstu aðgerðir í heimi hafi áhrif á spár bankans um verðbólgu og hagvöxt […]

Föstudagur 13.09 2013 - 00:56

Allt samkvæmt áætlun

Ég var að halda dálítinn hagfræðifyrirlestur uppí Boston, og er á leiðinni í lest aftur til New York. Og er sumsé að dunda mér við að skoða fréttir að heiman. Og ég rakst á dálítið viðtal við Sigmund Davíð í Kastljósi, mér sýnist frá því í gær. Um daginn skrifaði ég að mér þætti það […]

Föstudagur 23.08 2013 - 17:43

Góð hugmynd um ráðgjafaráð hagfræðinga

Í dag sé ég, satt best að segja, fyrstu jákvæðu fréttina frá ríkisstjórninni síðan hún tók við, en mér sýnist fyrstu mánuðirnir einkum hafa einkennst af flumbrugangi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að setja saman ráðgjafaráð hagfræðinga um efnahagsmál og opinber fjármál. Þetta er góð hugmynd. Hér í Bandaríkjunum er löng hefð fyrir ráðgjafaráði af […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur