Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 21.08 2013 - 22:27

Fyrstu hundrað dagarnir

Nú sýnist mér um það bil 100 dagar vera liðnir frá því ný ríkisstjórn tók við á Íslandi. Hér í Bandaríkjunum eru fyrstu 100 dagarnir oft taldir mikilvægir til þess að mæla dug og kjark nýrra stjórnvalda (sjá t.d. hér). Þetta á rætur að rekja til þess þegar Franklin D. Roosevelt (FDR) varð forseti í […]

Miðvikudagur 26.06 2013 - 15:11

Bunker mentality og Sigmundur Davíð

Af einhverjum ástæðum kom enska orðið „bunker mentality“ upp í hugann þegar ég sá grein forsætisráðherra um „fyrsta mánuð loftárása.“ Þetta er dálítið sérkennileg hugvekja Sigmundar Davíðs um fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna um hann sjálfan sem hann líkir við loftárásir. Bunker þýðir loftvarnarbyrgi. Enska orðabókaskilgreining á „bunker mentality“ er: „An attitude of extreme defensiveness and self-justification based on […]

Fimmtudagur 20.06 2013 - 14:17

Hótfyndni ríkisstjórnar um veiðigjöld

Sérkennilegt hefur verið að fylgjast með helstu röksemdum ríkisstjórnarinnar fyrir að fella niður um 10 milljarða veiðgjald á næstu tveimur árum þegar stefnir í harkalegan niðurskurð ríkisútgjalda. Ástæðan á að vera sú að það sé svo afskaplega flókið að innheimta þessi afnotagjöld af útgerðarmönnum. Hvað er svona flókið? Enginn hefur útskýrt það í mín eyru. […]

Sunnudagur 16.06 2013 - 02:17

Vísvitandi dreifing rangra upplýsinga?

Ég sé að forsætisráðherra talar um „vísvitandi dreifingu rangra upplýsinga“ vegna umræðu sem sprottið hefur upp vegna stórfelldrar niðurfellingu veiðigjalda á íslensk útgerðarfyrirtæki sem ég hef lesið um í fréttum að heiman. Hér er hann kannski meðal annars að vísa til þess að Alþjóðagjaldeyristjóðurinn (sjá hér), og ýmsir hagfræðingar hafa bent á að ákvörðun ríkisstjórnarinnar […]

Föstudagur 14.06 2013 - 16:02

Furðuleg ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar

Nýja ríkisstjórnin heldur blaðamannafund þessa vikuna með pompi og pragt og lýsir í löngu máli að staða ríkisfjármála sé hreint skelfileg, og miklu verri en þeir héldu. Seinna um daginn er svo kynnt ákvörðun um að aflétta innheimtu á veiðigjaldi. Tekjutap ríkissjóðs nemur mörgum milljörðum króna, í kringum 10 milljarðar næstu tvö árin af fréttum […]

Sunnudagur 05.05 2013 - 01:18

Stærsti efnahagsvandi næstu ríkisstjórnar

Úrslit kosninganna eru býsna fróðleg. Sigmundur Davíð og Framsóknarflokkurinn eru auðvitað sigurvegarar kosninganna. Ég er líka ekki frá því að Bjarni Ben hafi unnið nokkurn varnarsigur, að minnsta kosti miðað við að flokkurinn var á tíma í frjálsu falli eftir að tepokahreyfingin tók yfir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Það hlýtur því að teljast frekar líklegt að þessir […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 19:09

Meira um efnahagstillögur

Eitthvað hefur nú skolast til hjá honum Birgi Þór Runólfssyni, mínum ágæta fyrrum kennara við Háskóla Íslands, þar sem hann gerir að umtalsefni blogg mitt um tilllögur Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í efnhagsmálum (sjá hér). Birgir segir að ég haldi því fram að óraunhæft að semja við erlenda kröfuhafa. Það hef ég aldrei sagt. Það sem […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 13:39

Afsökunarbeiðni

Í pistli mínum „Lýðskrum“ á blogginu hérna í gær líkti ég efnahagstillögum Framsóknarflokksins við hrossalækningar. Hér er augljóslega of djúpt í árina tekið. Og rétt að biðjast afsökunar. Er það hér með gert. Staðreyndin er auðvitað sú að það er í hæsta máti óeðlilegt að líkja æfingum Framsóknarflokksins við hrossalækingar. Lækningar hrossa byggja á vísindum, eins […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 15:15

Lýðskrum

Það er heldur ömurlegt uppá það að horfa, að minnsta kosti fyrir svona útlending eins og mig, sem búið hefur erlendis í 16 ár og kannski úr öllum tengslum við allt og alla, að tiltölulega flatneskjulegt lýðskrum virðist vera að hrífa meirihluta þjóðarinnar. Fyrst er það Sjálfstæðisflokkurinn. Mér sýnist hann lofa að lækka skatta, sem […]

Mánudagur 22.04 2013 - 18:01

Nýja helmingaskiptastjórnin

Ég verða að játa að þegar maður skoðar stjórnmálaástandið héðan að utan kemur margt á óvart. Nú er sumsé komið í ljós að kjósendur ætla að afhenda lyklavöldin að stjórnarráðinu til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Það sem kemur mér fyrst og fremst á óvart er hversu lítil umræða er um hvernig sú stjórn muni líta […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur