Sunnudagur 21.03.2010 - 23:02 - FB ummæli ()

Fasbók og vefurinn framar Veðurstofunni

Ég frétti af eldgosinu við Eyjafjallajökul í nótt um kl. 00:50 á sjónvarpsskjá Ríkisútvarpsins rétt áður en ég ætlaði að slökkva. Það sýnir mér að almannavarnarhlutverk RÚV er ekki hjóm eitt eins og stundum er talið. Áhugavert er þó að fara yfir hvernig fréttastreymi var af gosinu. Það, sem virðist standa upp úr, er að hið formlega viðvörunarkerfi kom af fjöllum; fréttir bárust hins vegar undan Eyjafjöllum eftir öðrum og óformlegri leiðum, t.d. frá sjónarvottum eða lögreglu til hinna ýmsu miðla. Fyrstu klukkustundirnar stóð aðeins þetta með smáu letri á vef Veðurstofu Íslands:

Ath Eldgos er hafið norðanvert í Fimmvörðuhálsi

með lítin gulan þríhyrning fyrir framan en þessi litla viðvörun virðist hafa birst töluvert eftir að fasbók og vefmiðlar voru komnir með fréttina.

Fasbók öflugust – mbl.is fyrst með fréttina

Sjálfur held ég að fasbók hafi verið lykilatriði við  skjóta útbreiðslu fréttanna, svo og önnur svipuð net – á borð við Twitter, sem ég fylgdist lauslega með í fyrsta skipti í nótt. Strax og ég sá fréttina á sjónvarpsskjánum – og áður en ég fékk hana staðfesta annars staðar – setti ég inn fasbókarfærslu um kl. 00:50 á ensku um að hugsanlega væri hafið gos í Eyjafjallajökli.

Hvað eiginlega fjölmiðla varðar kom FréttaGáttin – Allar fréttir á einum stað – í góðar þarfir við að sjá fréttastreymið án þess að þurfa sífellt að skipta á milli vefsíðna eða endurhlaða síðum. Um 15 mínútum áður en ég sá fréttastrimil yfir sjónvarpsskjáinn birtist fréttin fyrst hjá mbl.is kl. 00:35 með fyrirsögninni:

Gos talið hafið í Eyjafjallajökli

Fréttastrimill á sjónvarpsskjánum sem birtist milli 00:45 og 00:50 vísaði á útvarpsfréttir. Í kjölfarið fylgdi dv.is kl. 00:52 með fullyrðingu um að eldgos væri hafið þar. Önnur frétt mbl.is birtist kl. 00:53 og pressan.is birti frétt um gosið kl. 00:58. Útvarpsfréttir RÚV fylgdu svo ekki fyrr en rétt eftir kl. 1. Ég fór ekki að fylgjast með Bylgjunni fyrr en seinna en frétti líka af umfjöllun á Útvarpi Sögu. Svo var það ekki fyrr en töluvert eftir kl. 2 að ég held að fréttir á ensku, skandinavísku og þýsku fóru að berast á RÚV. Kannski þurfum við að koma upp fjölmenningarlegri viðbraðgsáætlun.

Fréttaröðin á vefmiðlum samkvæmt Fréttagáttinni

Svona var fréttaröðin (í öfugri röð) frá fyrstu frétt á mbl.is kl. 00:35 og til kl. 6 í morgun:

05:58 Eyjafjallajökull uaktywnil sie i nastapila erupcja
05:55 Aukafréttatími á Stöð 2 í hádeginu á morgun
05:42 Komast í morgunmjaltir
05:41 Gosið ekki í ís
05:36 Bændur geta sinnt búfénaði í birtingu
05:35 Gosstrókarnir náðu hundrað metra hæð
05:14 Flugvöllum lokað
05:13 Keflavíkurflugvelli lokað
05:13 Sextán kvikustrókar
05:12 Hefði ekki geta verið á betri stað
04:48 Menn hafa helst áhyggjur af búfénaði sínum
04:42 Hafa áhyggjur af skepnunum
04:38 Gossprungan einn kílómetri að lengd
04:32 Gossprungan um 1 km að lengd
04:30 Sprungan norðarlega í Fimmvörðuhálsi – myndskeið
04:26 Máttlítið eldgos en sækir á
04:17 400 manns skráð sig á Hvolsvelli
04:14 Lágir gosstrókar koma úr sprungunni
04:04 Gosmökkurinn sést úr geimnum
04:00 Treystir sér ekki til að yfirgefa heimili sitt
03:54 Fólk rólegt í fjöldahjálparstöðinni í Hvolsskóla
03:40 Rýmingu lokið á forgangssvæðum
03:33 Litlar líkur taldar á flóði
03:31 Gos hafið í Eyjafjallajökli
03:28 Keflavíkurflugvelli lokað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli
03:28 Gríðarlegan gosmökk leggur frá gosstöðvunum
03:23 Flugstjórnarsvæði lokað í 120 mílna radíus
03:22 Dómsmálaráðherra í stjórnstöð
03:20 Mökkurinn sést utan úr geimnum
03:13 Flugbann yfir eldstöðvunum
03:09 Hætta á að sprungan nái að jöklinum
03:03 Hugsanlega flutt burtu í þyrlu
03:01 Girðingar opnaðar fyrir dýrum: „Þau eiga að geta bjargað sér“
03:01 Ofsahræðsla greip um sig í félagsheimili
03:00 Gosið stöðvar ekki Kartöfluball í Þykkvabæ
02:59 Þrjár hjálparmiðstöðvar opnaðar
02:57 Ekki mikill gosmökkur
02:55 Talið að gosið sé nánast á Fimmvörðuhálsinum sjálfum
02:50 Ummerki gossins sjást núna langar leiðir
02:47 Veginum lokað frá Selfossi að Vík
02:41 Fær ösku í augun í Fljótshlíðinni
02:41 Fólk safnast saman í grunnskólanum á Hvolsvelli
02:40 Flugvélum snúið við vegna gossins
02:39 Íbúar taka gosinu með ró segir sýslumaður
02:37 Information on eruption
02:36 Eldgosið færist í aukana
02:34 Flugvélum snúið vegna gossins
02:32 Dómsmálaráðherra upplýstur um gang mála
02:28 Fleiri þyrlur í loftið
02:25 Bjarminn hefur aukist
02:18 Vegum lokað og hjálparstöðvar opnaðar
02:17 Eldgos hafið í Eyjafjallajökli. Rýmingaráætlun Almannavarna verið virkjuð. Talsvert öskufall
02:12 Rýming gengur vel
02:10 Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins opnaðar
02:09 Gos hafið í Eyjafjallajökli. Fólk í nágrenninu flutt á brott
02:07 Maður veit ekkert hvernig þetta fer
02:06 Vegum lokað vegna gossins
02:05 Öskufall úr Eyjafjallajökli ógnar fiskeldi
02:04 Bjarmi á himni sést frá Búrfelli
02:01 Ekki enn vitað um beina hættu
02:00 Fólki safnað saman undir Eyjafjallajökli
01:59 Gosið er austan við megineldstöðina
01:57 Vegum lokað frá Hvolsvelli
01:53 Gosið virðist byrja rólega
01:50 Gunnar vann gull
01:49 Gosið árið 1821: Búfénaður drapst og jarðir spilltust
01:46 Staðsetning gæti þýtt að ekki verði neitt ofanflóð
01:45 Víðtæk rýming vegna eldgossins
01:42 Er gosið á Fimmvörðuhálsi?
01:37 Þyrla á leið að gosinu
01:32 Bóndi við Eyjafjallajökul: „Það verður ekkert sofið í nótt“
01:32 Búið að opna fjöldahjálparstöðvar
01:22 Gosið sést frá Vestmannaeyjum
01:18 Sjá eldglæringar frá eldgosinu
01:16 Elgos í Eyjafallajökli og verið að rýma hættusvæði í Fljótshlíð
01:14 Öskufall er hafið í Fljótshlíð
01:10 Eldgos hafið í Eyjafjallajökli
01:04 Eldgos hafið í Eyjafjallajökli
01:02 Eldurinn sést úr Fljótshlíð
00:58 Eldgos hafið í Eyjafjallajökli: Öskufall greinist en ekkert kemur fram á mælum Veðurstofunnar
00:53 Öskufall byrjað í byggð
00:52 Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli
00:35 Gos talið hafið í Eyjafjallajökli

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur