Sunnudagur 28.03.2010 - 07:00 - FB ummæli ()

Karlar og konur

Unfanfarin ár hef ég leyft mér að kalla sjálfan mig feminista – nokkuð sem ég er sífellt sannfærðari um í ljósi þeirrar skilgreiningar að sá sé feministi sem viðurkennir að jafnrétti sé ekki náð og vilji gera eitthvað í því. Ekki er ég viss um að konurnar í mínu lífi viðurkenni það allar – en síðan ég var í laganámi fyrir 15-20 árum hef ég viljað gera eitthvað og gert eitthvað í því að laga ójafnrétti í garð kvenna, í raun og að lögum. Auk þess hef ég numið í starfi og námi hver munurinn – kostur og gallar, styrkleikar og veikleikar – séu á kynjunum í leik og starfi. Í námi mínu í mannauðsstjórnun hef ég t.a.m. lært og í stjórnunarstörfum mínum reynt að konur eru oft betri vinnukraftur; ekki bara betri en þær sjálfar telja eða þjóðfélagið viðurkennir heldur beinlínis betri en karlar sem að öðru leyti eru jafngildir.

Nýverið gerði ég félögum mínum smávægilegan greiða. Þar var karl í forsvari – eins og alloft er raunin enn þann dag í dag – en tvær konur höfðu milligöngu eins og líka er enn staðan. Ég fór ekki fram á neinar þakkir fyrir viðvik mitt – sem var einfalt, skemmtilegt, á mínu sérfræðisviði, fljótunnið og auðvelt fyrir mig að verða við; það raskaði í engu áætlunum mínum eða gerðum.

Mér fannst hins vegar athyglisvert að innan fárra klukkustunda frá því að verkið var unnið og innan fárra mínútna frá því að verkið bar árangur þökkuðu báðar konurnar, sem höfðu sem sagt milligöngu, mér persónulega fyrir hjálpina. Ég hef hins vegar enn ekkert heyrt frá karlinum sem var lykilmaður í að þiggja þessa smávægilegu aðstoð – og njóta afraksturs hennar.

Þarf að laga þetta?

Ég spyr því – f.h. sonar míns og annarra karla:

Eigum við ekki – karlar – að laga þetta, saman og sjálfir?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur