Danakonungur færði okkur stjórnarskrá, einhliða – í boði danska stjórnlagaþingsins 1848-9 fyrir rúmum 135 árum, 1874. Ég tel rétt að við Íslendingar endurmetum stjórnlög Dana á þessum tímamótum. Lykilatriði í mínum tillögum hafa verið eftirfarandi: Sjálfræði. Stjórnlagaþing hafi stjórnarskrárvarið umboð til þess að leggja til endurbætur á stjórnskipan ríkisins og aðeins þjóðin sjálf geti samþykkt […]
Bresk lagahefð er mörgum fyrirmynd – að mínu mati með nokkrum rétti; þar er rætt um Rule of law. Í slíkri stjórnskipan er málum skipað með lögum – en hvorki með tilskipunum forseta (eins og t.d. í Rússlandi lengi vel), geðþótta stjórnmálaforingja (svo sem í ónefndum einræðisríkjum nær og fjær, fyrr og síðar) eða trúarsetningum æðstupresta […]
Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt – eins og að vera sammála bankastjóra. Í fréttum hljóðvarps RÚV í dag var birt viðtal við einn slíkan og samkvæmt fréttavef RÚV var þetta megininntakið: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að verði niðurstaða hæstaréttar [sic!] um lögmæti myntkörfulána ólík eftir því hvaða eignaleigufyrirtæki eigi í hlut, […]
Margir hafa orðið til þess að tjá sig um viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við spurningum um endurskipulagningu ráðuneyta – nú síðast, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs – í skemmtilegu og fróðlegu viðtali. Flestir, sem ég hef heyrt tjá sig um fækkun ráðuneyta og sameiningu málefna atvinnuveganna í eitt ráðuneyti, virðast hlynntir slíku. Ég hef […]
Verða 9-menningarnir dæmdir til refsingar fyrir árás á Alþingi? Ég ætla að reyna að spá fyrir um það, fyrst og fremst með lagarökum. Þessi umfjöllun felur því engan veginn í sér afstöðu í þeirri pólitísku deilu sem nú ríkir milli borgaralega sinnaðs fólks um nauðsyn þess að halda uppi lögum og reglu annars vegar og […]
Nú í fyrramálið verð ég auk Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, og fulltrúum frá Hagsmunasamtökum heimilanna í yfirheyrslu hjá viðskiptanefnd Alþingis; við erum þó ekki á sakamannabekknum – heldur er það sjálf verðtryggingin. Þið getið horft á þetta á beinni útsendingu hér (www.althingi.is) kl. 9:30 í fyrramálið. Sjá nánar hér: http://www.talsmadur.is/Pages/55?NewsID=1240 *** Hér er dagskráin á […]
Til hvers er verið að auglýsa störf? Af hverju eru ekki strax ráðnir þeir hæfustu, t.d. það fólk sem ráðafólk þekkir, hefur unnið með og treystir? Undanfarið hefur að gefnu tilefni verið rætt um ráðningar – bæði í tíð fyrri ríkisstjórnar og núverandi. Koma þar bæði til áfellisdómar löglegra dómstóla og gagnrýni fjölmiðla – og […]
Ekki ræði ég að sinni launalækkun/launalækkun og ósamræmi í lagatexta sem RÚV hefur bent á – en í stjórnarskránni segir: Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. Ég þekki vel gildandi lög – einkum úr fyrra starfi hjá BHM – og tel mig […]
Eitt meginatriði er ég – eftir mikla umhugsun og lestur á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis – ósammála nefndinni um. Ég tel að þáverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, beri meiri ábyrgð en þar er talið og sé fremur sek um vanrækslu en þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson – sem um leið var ráðherra neytendamála. Hann sýndi […]