Fimmtudagur 04.11.2010 - 17:15 - FB ummæli ()

Snjórinn og stjórnarskráin

Fyrirsögnin er auðvitað grín; stjórnarskrá virðist mér í fljótu bragði ekkert hafa með snjó að gera.

Stjórnarskráin er hins vegar ekkert grín – og leysir ekki hvers manns vanda. Stjórnarskrá fjallar fyrst og fremst um tvennt eins og ég hef áður bent á:

  • Skipan og völd æðstu handhafa ríkisvalds (löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds), val á þeim og samskipti þeirra á milli annars vegar og
  • Tengsl borgaranna og ríkisins, þ.e. mannréttindi borgaranna, hins vegar.

Valdajafnvægi stuðlar að velsæld

Stjórnarskrá getur þannig stuðlað að valdajafnvægi – eins og ég legg mesta áherslu á – eða ofurvaldi fárra, ef fólk vill það heldur.

Eins og frjálslyndir miðjumenn og jafnaðarmenn benda gjarnan á sýna rannsóknir að lýðræðisleg samfélög þar sem gott jafnvægi er auk þess á milli jöfnuðar og frelsis njóta yfirleitt meiri velsældar – og geta þar með stuðlað að betri lífskjörum í rúmum skilningi.

Stjórnarskráin ein sér getur hins vegar ekki í sjálfu sér tryggt velsæld samfélagsins – fremur en hæfilegan snjó.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur