Fimmtudagur 18.11.2010 - 23:29 - FB ummæli ()

Forseti Íslands – forseti þingsins!

Eitt af því sem margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og kjósendur – hafa skoðun á og telja að þurfi að breyta er staða, hlutverk og jafnvel tilvist forseta Íslands. Það hef ég líka – og hef átt góðar rökræður undanfarið við kjósendur og meðframbjóðendur um málið.

Ég ætla hér að kortleggja stuttlega litróf þeirra skoðana sem heyrst hafa – og lýsa afstöðu minni:

  • Sumir vilja afnema embætti forseta Íslands; það vil ég alls ekki – nema eitthvað jafngott eða helst betra komi sannanlega í staðinn – m.a. réttur minnihluta Alþingis og tiltekins hlutfalls kjósenda til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Slíkur réttur á ekki aðeins að vera neikvæður – til þess að hafna lögum eða stjórnarathöfnum – heldur líka jákvæður – til þess að leggja til nýjar eða breyttar stjórnarráðstafanir eða nýmæli í löggjöf.
  • All margir vilja halda forsetaembættinu óbreyttu og þá helst hverfa aftur til þess tíma þar sem forsetinn var fyrst og fremst sameiningartákn sem sátt ríkti um og beitti ekki þeim fáu valdheimildum sem stjórnarskráin felur honum óumdeilanlega – þ.e. málskotsrétti og eftir atvikum umsjón með myndun ríkisstjórnar í kjölfar kosninga til Alþingis; ég er ekki sannfærður um þennan kost – einkum afturhaldsafbrigðið enda tel ég núverandi forseta einmitt hafa staðið undir væntingum mínum er ég kaus hann 1996, þ.e. að vera sá öryggisventill sem hann á að vera og sýndi með beitingu synjunarheimildar 2004 og 2010. Ég sé m.ö.o. ekki alveg tilganginn í að kjósa sérstakan þjóðhöfðingja sem sé einungis „til skrauts“ þó að ég vilji ekki gera lítið úr sameiningartáknhlutverki hans og „diplomatisku“ hlutverki hans gagnvart öðrum þjóðum; það er bara ekki nóg.
  • Einhverjir vilja auka hlutverk forseta lýðveldisins lítillega; ég er í þeim hópi þó að ég sé vissulega til viðræðu um alla rökstudda valkosti. Eins og einn af mínum helstu ráðgjöfum hefur bent á er eitt hlutverk, sem ekki er nægilega sinnt nú, sem mætti að mínu mati fela forseta Íslands – a.m.k. við tilteknar aðstæður; það er að stýra fundum Alþingis þegar sérstaklega stæði á – og jafnvel vera forseti Alþingis. Fyrirmyndina má m.a. finna í öldungadeild þings Bandaríkja Norður-Ameríku en þar er varaforsetinn oddviti og hefur oddaatkvæði. Rök fyrir þessu nýja hlutverki felast m.a. í þeirri langvinnu, óslitnu og miklu gagnrýni sem Alþingi hefur fengið fyrir að vera talið – með réttu eða röngu – „í vasanum“ á ríkisstjórn sem hérlendis hefur oftast haft meirihluta þingsins sér að baki. Að mínu mati hefur þessi gagnrýni – bæði frá stjórnarandstöðu, fjölmiðlum og fólkinu í landinu – oft verið réttmæt og oftast skiljanleg. Henni mætti mæta með því að forseti Íslands stjórnaði þingfundum og dagskrá Alþingis af meira hlutleysi en stjórnarandstaðan hefur stundum talið forseta úr röðum stjórnarliða gera.

Enn dregið úr „ráðherraræði“

Með þessu mætti enn draga úr því ráðherraræði, sem margir gagnrýna, en ég hef þegar skrifað um tvær aðrar lausnir til að draga úr því – þ.e. að

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur