Fimmtudagur 25.11.2010 - 14:19 - FB ummæli ()

Reglulegt stjórnlagaþing?

Eina atriðið sem stjórnarskrárnefnd Alþingis gat eftir nokkurra ára starf orðið sammála um var að breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um hvernig stjórnarskránni skuli breytt – en nú er áskilið að Alþingi samþykki tvívegis sams konar frumvarp til stjórnarskipunarlaga og að alþingiskosningar eigi sér stað í millitíðinni.

Þessu vil ég breyta – eins og ýmsu öðru, svo sem sjá má af daglegum pistlum mínum hér á Eyjunni. Ein hugmyndin, sem einn ráðgjafa minna hefur lagt til, er að reglulega – t.d. á 30-50 ára fresti – verði hreinlega boðað til stjórnlagaþings – og oftar ef þurfa þykir.

Þetta er eitt af því sem stjórnlagaþing þarf að skoða – og kjósendur að íhuga; kannski er rétt að Alþingi verði framvegis aðeins löggjafar- og fjárstjórnarþing en valdheimildir til að leggja til breytingar á stjórnarskránni séu í höndum annarra í ljósi þess að stjórnarskráin er eins konar starfslýsing fyrir Alþingi, ríkisstjórn, dómstóla o.fl.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur